Einu mistök dagsins hjá nýja meistaranum voru þegar hann lyfti bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 09:00 Collin Morikawa er ekki vanur að lyfta bikurum eins og sást í nótt. Getty/Sean M. Haffey/ Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira