Samherji framleiðir eigin þætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:03 Samherji hefur lagst í þáttagerð til að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri. Vísir/Vilhelm Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað. Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað.
Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira