Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 12:48 FH-ingar vonast til að geta spilað í Evrópukeppni á heimavelli 27. ágúst. VÍSIR/BÁRA FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30