Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Brunos Fernandes úr vítaspyrnu skildi Manchester United og FC Kobenhavn að.
Mark Brunos Fernandes úr vítaspyrnu skildi Manchester United og FC Kobenhavn að. getty/James Williamson

Manchester United og Inter komust í kvöld í undanúrslit Evrópudeildarinnar. United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, í Köln á meðan Inter lagði Bayer Leverkusen að velli, 2-1, í Düsseldorf.

Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins þegar United vann FCK. Markið kom úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Anthony Martial, besti leikmaður United í leiknum, fiskaði vítið.

United fékk fjölda færa í leiknum, sérstaklega í framlengingunni, en Karl-Johan Johnsson var frábær í marki danska liðsins og varði alls þrettán skot.

Öll mörkin í leik Inter og Leverkusen komu á fyrstu 25 mínútunum. Nicola Barella og Romelu Lukaku komu Inter í 2-0 en Kai Havertz minnkaði muninn fyrir Leverkusen.

Lukaku hefur skorað í níu leikjum í Evrópudeildinni í röð sem er met. Belginn hefur alls gert 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu.

Seinni tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram annað kvöld. Þá mætast Wolves og Sevilla og Shakhtar Donetsk og Basel.

Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Inter 2-1 Bayer Leverkusen
Klippa: Man. Utd. 1-0 FCK

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×