Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 12:47 Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbands Samherja. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“ Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00