Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 15:56 Vladimír Pútín er forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03
Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39