Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 10:12 Öryggisverðir við inngang ráðstefnumiðstöðvar í Beijing sem kínversk stjórnvöld hafa breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem fólk sem kemur til landsins er skimað fyrir veirunni. Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57
Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14