Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2020 21:57 Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52