Það fær fátt stöðvað Damian Lillard þessa daganna í NBA-búbblunni en hann heldur áfram að raða inn stigum fyrir Portland.
Lillard hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og ekki kólnaði hann í nótt er Portland vann þriggja stiga sigru á Dallas, 134-131.
Hann skoraði nefnilega 61 stig. Það mesta sem hann hefur gert á ferlinum og heldur áfram að draga sitt lið áfram.
Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Dallas með 36 stig.
After @Dame_Lillard tied his career-high with 61 points tonight... look back at his first 61-point performance from Jan. 20 against GSW! #WholeNewGame pic.twitter.com/usIRFruDD7
— NBA (@NBA) August 12, 2020
Phoenix Suns hefur nú unnið sjö leiki í röð eftir að liðið vann þrettán stiga sigur á Philadelphia, 130-117, í nótt.
Phoenix er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en einu sinni sem oftar var það Devin Booker sem var stigahæstur.
3 straight games of 3 5 points for .@DevinBook and the @Suns look to go 8-0 in Orlando and push for a Western Conference Play-In berth on Thursday 8/13 against DAL at 4:30pm/et on TNT! pic.twitter.com/A72RYV7S7B
— NBA (@NBA) August 12, 2020
Úrslit næturinnar:
Milwaukee - Washington 126-113
New Orleans - Sacramento 106-112
Portland - Dallas 134-131
Boston - Memphis 122-107
Phoenix - Philadelphia 130-117
Brooklyn - Orlando 108-96
Houston - San Antonio 105-123