Fjórði besti árangur Valdísar Þóru | Næsta mótið frestað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 13:30 Valdís Þóra gat leyft sér að brosa eftir að ná 4. besta árangri sínum um helgina. Mark Runnacles/Getty Images Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir náði sínum 4. besta árangri á South Africa Women´s Open mótinu sem fram hefur farið í Suður-Afríku síðustu daga. Valdís Þóra var í toppbaráttu mótsins framan af en eftir harða baráttu á lokahring mótsins sem leikinn var í gær þurfti hún að sætta sig við 7. sæti mótsins. Er það hennar 4. besti árangur á Evrópumótaröð kvenna en þó keppt sér í Suður-Afríku er mótið samt sem áður hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrir hringinn í gær var Valdís fimm höggum á eftir efsta kylfingi mótsins. Tveir fuglar á fyrri níu holum dagsins þýddu að Valdís var allt í einu aðeins höggi á eftir toppsætinu. Tveir skollar á síðari níu gerðu hins vegar út um vonir hennar á sigri. Valdís lék síðasta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Þýðir það að hún lék mótið allt á tveimur höggum undir pari og lauk þar með leik aðeins þremur höggum á eftir Alice Hewson sem vann mótið. Valdís hefur aðeins þrisvar náð betri árangri en hún hefur tvisvar sinnum endaði í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti. Næsta mót í Evrópumótaröð kvenna átti að fara fram í Sádi-Arabíu frá 19. til 22. mars en því hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Bæði Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir áttu að taka þátt í mótinu. Reynt verður að halda mótið síðar á árinu en sem stendur er næsta mót þeirra Guðrúnar og Valdísar í Frakklandi frá 7. til 9. maí. Kylfingur.is greindi frá. Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15 Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir náði sínum 4. besta árangri á South Africa Women´s Open mótinu sem fram hefur farið í Suður-Afríku síðustu daga. Valdís Þóra var í toppbaráttu mótsins framan af en eftir harða baráttu á lokahring mótsins sem leikinn var í gær þurfti hún að sætta sig við 7. sæti mótsins. Er það hennar 4. besti árangur á Evrópumótaröð kvenna en þó keppt sér í Suður-Afríku er mótið samt sem áður hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrir hringinn í gær var Valdís fimm höggum á eftir efsta kylfingi mótsins. Tveir fuglar á fyrri níu holum dagsins þýddu að Valdís var allt í einu aðeins höggi á eftir toppsætinu. Tveir skollar á síðari níu gerðu hins vegar út um vonir hennar á sigri. Valdís lék síðasta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Þýðir það að hún lék mótið allt á tveimur höggum undir pari og lauk þar með leik aðeins þremur höggum á eftir Alice Hewson sem vann mótið. Valdís hefur aðeins þrisvar náð betri árangri en hún hefur tvisvar sinnum endaði í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti. Næsta mót í Evrópumótaröð kvenna átti að fara fram í Sádi-Arabíu frá 19. til 22. mars en því hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Bæði Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir áttu að taka þátt í mótinu. Reynt verður að halda mótið síðar á árinu en sem stendur er næsta mót þeirra Guðrúnar og Valdísar í Frakklandi frá 7. til 9. maí. Kylfingur.is greindi frá.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15 Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15
Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti