Erlent

Mörg hundruð dauð­falla rakin til rangra upp­lýsinga um veiruna

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Margir létu lífið við að drekka metanól eða spritt og hafði þeim verið talin trú um að það hjálpaði í baráttunni við veiruna að drekka efnið, sem er aðeins til notkunar útvortis.
Margir létu lífið við að drekka metanól eða spritt og hafði þeim verið talin trú um að það hjálpaði í baráttunni við veiruna að drekka efnið, sem er aðeins til notkunar útvortis. AP

Að minnsta kosti átta hundruð manns létust fyrstu þrjá mánuði ársins í heiminum þar sem andlátið má rekja beint til rangra upplýsinga varðandi kórónuveiruna.

Þetta segir í rannsókn sem birt er í bandarísku læknatímaritinu American Journal of Tropical Medicine and Hygiene. Nær sex þúsund manns þurfti síðan að leggja inn á spítala vegna villandi upplýsinga og ráða sem fólkið hafði séð á samfélagsmiðlum.

Margir létu lífið við að drekka metanól eða spritt og hafði þeim verið talin trú um að það hjálpaði í baráttunni við veiruna að drekka efnið, sem er aðeins til notkunar útvortis. Þá eru dæmi um að fólk hafi veikst af því að innbyrða óhemju magn hvítlauks eða taka allt of stóra skammta af vítamínum og öðrum bætiefnum.

Þá taka greinarhöfundar undir með talsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem hafa áður sagt að þessar villandi eða röngu upplýsingar, eða „upplýsingfaraldurinn" eins og vísindamennirnir kalla fyrirbærið, hafi dreift sér jafn hratt eða hraðar en kórónuveiran um samfélögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×