Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Jóhann K. Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
„Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55