Fótbolti

Öllu frestað hjá Heimi og Aroni í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar í leik með Al-Arabi á þessu ári.
Aron Einar í leik með Al-Arabi á þessu ári. Simon Holmes/NurPhoto/Getty Images

Knattspyrnusambandið í Katar hefur frestað öllum leikjum þar í landi um tvær vikur eða til 29. mars. Er sambandið að fara eftir ráðleggingum Ólympíunefndar Katar og því hefur öllum íþróttaviðburðum í landinu verið frestað um tvær vikur.

„Ákvörðunin er í samræmi við aðgerðir Katar til að reyna hindra útbreiðslu kórónuveirunnar (Covid-19). Þar með viljum við tryggja öruggi forráðamanna félaga, leikmanna, stuðningsmanna og allra sem koma að knattspyrnuleikjum,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er leikmaður Al-Arabi sem leikur í úrvalsdeildinni í Katar. Þjálfari liðsins er svo Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins.

Al-Arabi er í 5. sæti deildarinnar með 24 stig þegar 17. umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×