Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 22:00 Donald Trump, hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við póstatkvæði. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpi þessu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Ekkert hefur þó gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana og hafa engar viðræður þeirra á milli átt sér stað í tæpa viku. Trump hefur nú viðurkennt að það sé vegna þess að hann vilji ekki að Pósturinn fái fjárveitingu. Trump hélt því fram að Demókratar vildu að kosningarnar færu alfarið fram í gegnum Póstinn. Það er að segja að allir kjósendur fái senda kjörseðla í pósti, hvort sem þeir biðja um það eða ekki. Það er ekki rétt hjá Trump. Demókratar vilja þó gera fólki auðveldara að biðja um seðla í pósti og tryggja að þeir seðlar komist til skila. „Ef við semjum ekki, þá fá þau ekki peningana. Það þýðir að þau fá ekki kosningarnar í gegnum Póstinn,“ sagði Trump í símaviðtali á Fox News í dag. Trump this morning why he won t fund US Postal Service. Now they need that money in order to make the post office work so it can take all of these millions and millions of ballots ... But if they don t get those two items that means you can t have universal mail-in voting. pic.twitter.com/73NBmSnoNC— The Recount (@therecount) August 13, 2020 Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils konsingasvindls, sem er heldur ekki rétt. Í apríl sagði Trump að aukinn fjöldi póstatkvæða kæmi niður á Repúblikönum. Því þyrftu þeir að berjast gegn þeim af miklum krafti. Sjá einnig: Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Framboð Joe Biden, mótframbjóðanda Trump, segir forsetann markvisst vinna að því að gera fólki erfiðara að kjósa. Þannig hafi hann grafið undan nauðsynlegri þjónustu fyrir dreifbýl svæði. Aðrir Demókratar hafa sömuleiðis sakað forsetann um að viðurkenna með berum orðum að hann ætli að reyna að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti kosið á öruggan hátt, vegna þess hve lítið fylgi hann hefur verið að fá í skoðanakönnunum. Hér má sjá ummæli þingmannsins Hakeem Jeffries um orð Trump. Hann segir málið ljóst. Trump sé að rústa Póstinum til að stela kosningunum. It’s now clear.The effort to destroy the Post Office is part of a continuing conspiracy to steal the election. From the most corrupt administration in American history. The entire crime family must be held accountable.— Hakeem Jeffries (@RepJeffries) August 13, 2020 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata á þingi, sagði markmið þeirra ekki eingöngu að verja rétt Bandaríkjamanna til að kjósa heldur einnig til að tryggja nauðsynlega þjónustu póstsins. Í dag hafa svo borist fregnir af því að verið sé að fjarlægja vélar sem flokka póst úr pósthúsum landsins og án þess að yfirmenn Póstsins hafi gefið nokkrar skýringar á því. Trump skipaði Louis DeJoy sem yfirmann pósts Bandaríkjanna fyrir skömmu, en sá hefur veitt töluvert fé til forsetaframboðs Trump. DeJoy hefur skorið mikið niður hjá póstinum síðan og skipt út fjölmörgum yfirmönnum þar. Á blaðamannafundi í kvöld ítrekaði Trump að ekki væri hægt að notast við póstatkvæði án frekari fjármagns til Póstsins. Hann hélt áfram að halda því fram að Demókratar vildu alfarið notast við póstatkvæði. TRUMP: "The people will have to go to the polls and vote, like the old days ... it means the universal mail-ins don't work."COLLINS: Even if they don't feel safe?TRUMP: "They're gonna have to feel safe." pic.twitter.com/zyP97Oe4jl— Aaron Rupar (@atrupar) August 13, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kölluðu Trump „vælukjóa“ Joe Biden kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu, í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris. 13. ágúst 2020 07:18 Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. 10. ágúst 2020 22:46 Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. 8. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpi þessu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Ekkert hefur þó gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana og hafa engar viðræður þeirra á milli átt sér stað í tæpa viku. Trump hefur nú viðurkennt að það sé vegna þess að hann vilji ekki að Pósturinn fái fjárveitingu. Trump hélt því fram að Demókratar vildu að kosningarnar færu alfarið fram í gegnum Póstinn. Það er að segja að allir kjósendur fái senda kjörseðla í pósti, hvort sem þeir biðja um það eða ekki. Það er ekki rétt hjá Trump. Demókratar vilja þó gera fólki auðveldara að biðja um seðla í pósti og tryggja að þeir seðlar komist til skila. „Ef við semjum ekki, þá fá þau ekki peningana. Það þýðir að þau fá ekki kosningarnar í gegnum Póstinn,“ sagði Trump í símaviðtali á Fox News í dag. Trump this morning why he won t fund US Postal Service. Now they need that money in order to make the post office work so it can take all of these millions and millions of ballots ... But if they don t get those two items that means you can t have universal mail-in voting. pic.twitter.com/73NBmSnoNC— The Recount (@therecount) August 13, 2020 Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils konsingasvindls, sem er heldur ekki rétt. Í apríl sagði Trump að aukinn fjöldi póstatkvæða kæmi niður á Repúblikönum. Því þyrftu þeir að berjast gegn þeim af miklum krafti. Sjá einnig: Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Framboð Joe Biden, mótframbjóðanda Trump, segir forsetann markvisst vinna að því að gera fólki erfiðara að kjósa. Þannig hafi hann grafið undan nauðsynlegri þjónustu fyrir dreifbýl svæði. Aðrir Demókratar hafa sömuleiðis sakað forsetann um að viðurkenna með berum orðum að hann ætli að reyna að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti kosið á öruggan hátt, vegna þess hve lítið fylgi hann hefur verið að fá í skoðanakönnunum. Hér má sjá ummæli þingmannsins Hakeem Jeffries um orð Trump. Hann segir málið ljóst. Trump sé að rústa Póstinum til að stela kosningunum. It’s now clear.The effort to destroy the Post Office is part of a continuing conspiracy to steal the election. From the most corrupt administration in American history. The entire crime family must be held accountable.— Hakeem Jeffries (@RepJeffries) August 13, 2020 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata á þingi, sagði markmið þeirra ekki eingöngu að verja rétt Bandaríkjamanna til að kjósa heldur einnig til að tryggja nauðsynlega þjónustu póstsins. Í dag hafa svo borist fregnir af því að verið sé að fjarlægja vélar sem flokka póst úr pósthúsum landsins og án þess að yfirmenn Póstsins hafi gefið nokkrar skýringar á því. Trump skipaði Louis DeJoy sem yfirmann pósts Bandaríkjanna fyrir skömmu, en sá hefur veitt töluvert fé til forsetaframboðs Trump. DeJoy hefur skorið mikið niður hjá póstinum síðan og skipt út fjölmörgum yfirmönnum þar. Á blaðamannafundi í kvöld ítrekaði Trump að ekki væri hægt að notast við póstatkvæði án frekari fjármagns til Póstsins. Hann hélt áfram að halda því fram að Demókratar vildu alfarið notast við póstatkvæði. TRUMP: "The people will have to go to the polls and vote, like the old days ... it means the universal mail-ins don't work."COLLINS: Even if they don't feel safe?TRUMP: "They're gonna have to feel safe." pic.twitter.com/zyP97Oe4jl— Aaron Rupar (@atrupar) August 13, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kölluðu Trump „vælukjóa“ Joe Biden kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu, í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris. 13. ágúst 2020 07:18 Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. 10. ágúst 2020 22:46 Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. 8. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kölluðu Trump „vælukjóa“ Joe Biden kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu, í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris. 13. ágúst 2020 07:18
Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. 10. ágúst 2020 22:46
Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. 8. ágúst 2020 08:03