Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 18:46 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45