Íbúðalán mokast út enda fjör á fasteignamarkaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 09:55 Fasteignamarkaðurinn er á fullu gasi ef eitthvað er að marka tölur HMS. Vísir/Vilhelm Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira