Vísbendingar um að hlaup sé hafið í Grímsvötnum Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 10:55 Lögreglustöðvum í umdæminu hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58