Lýsir fyrirhugaðri uppbyggingu í Skálafelli og Bláfjöllum sem algjörri byltingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:50 Svona mun Bláfjallasvæðið líta út árið 2024 eftir uppbygginguna. grafík/stöð 2 „Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót. Við höfum rekist á ótal hindranir. Í raun hófum við þetta ferli 2010 og þetta er búið að vera einhvers staðar í kerfinu síðan þá.“ Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Framkvæmdaleyfið fer síðan fyrir bæjarstjórn Kópavogs í næstu viku og síðan í umsagnarferli í fjórar vikur. Komi engar kærur fram er hægt að fara í útboð á fyrsta fasa uppbyggingarinnar í byrjun febrúar. Magnús segir að þá verði boðnar út tvær nýjar stólalyftur og tveir áfangar í snjóframleiðslu en í öllu ferlinu er gert ráð fyrir þremur áföngum í snjóframleiðslu og alls fjórum nýjum stólalyftum og tveimur diskalyftum. Annað útboð fer svo fljótlega af stað, einnig á stólalyftum, en Magnús segir það annars eðlis. Í útboðinu nú sé gert ráð fyrir nýjum stólalyftum en í seinna útboðinu er gert ráð fyrir notuðum lyftum. Lítil sem engin uppbygging í fimmtán ár Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012 en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, fjallaði um fyrirhugaða uppbygginu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar kom meðal annars fram að fyrir jól hafi legið fyrir ítarlega útfærð og staðfest aðgerðar og framkvæmdaáætlun vegna mótvægisaðgerða til að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Kærur vegna umhverfismála hafi því verið dregnar til baka, en krafa um að framkvæmdirnar færu í umhverfismat eru á meðal þess sem hafa tafið uppbygginguna að sögn Magnúsar. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur látið uppfæra kostnaðarmat og framkvæmdaáætlanir og fyrir liggja drög að viðaukasamningi á þeim grundvelli sem fer til samþykktar sveitarfélaganna. Á mánudaginn sl. samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi vegna málsins sem nú fer til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Ný framkvæmdaáætlun felur í sér að ráðist verður í snjóframleiðslu í Bláfjöllum á þessu ári og í Skálafelli árið 2022. Á þessi ári verður einnig fjárfest í nýrri lyftu í Bláfjöllum (Gosa) og 2022 nýrri Drottningu. Í báðum tilvikum verður um breytta legu þeirra að ræða (sjá mynd). Þá bætist við stólalyfta í Eldborgargil við lok framkvæmdatímans ásamt nýrri toglyftu úr Kerlingardal. Stólalyfta í Skálafelli verður endurnýjuð 2021. Alls hljóðar fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunin upp á rúma fjóra milljarða sem dreifast á árin 2020-2025,“ segir í Facebook-færslu borgarstjóra. Áætlun sem nær til ársins 2030 Uppbyggingaráætlunin nær allt til ársins 2030 en Magnús segir að ákveðið hafi verið að forgangsraða verkefninu með þessum hætti nú. „Svo á árunum 2025 til 2030 erum við að tala um skála á sitthvoru svæðinu, topplyftu í Skálafelli og síðasta áfangann í snjóframleiðslu,“ segir Magnús. Magnús segir uppbygginguna sem farið verður í nú algjöra byltingu á skíðasvæðunum. „Ég myndi segja að þetta væri bara alger gerbylting. Því við sjáum það bara að fólk er orðið svo góðu vant. Við erum náttúrulega búin að vera með kónginn sem er búinn að reynast okkur alveg ótrúlega vel. Hann fer hratt og með fjóra í stól. Þegar Kóngurinn lokar og við reynum að keyra Drottninguna til vara þá kemur fólk til baka og vill fá endurgreitt. Það er bara hætt að líta á þessar gömlu lyftur sem valmöguleika,“ segir Magnús. Þetta muni gjörbreytast með nýjum lyftum. Mosfellsbær Reykjavík Skíðasvæði Tengdar fréttir Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45 Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00 Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót. Við höfum rekist á ótal hindranir. Í raun hófum við þetta ferli 2010 og þetta er búið að vera einhvers staðar í kerfinu síðan þá.“ Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Framkvæmdaleyfið fer síðan fyrir bæjarstjórn Kópavogs í næstu viku og síðan í umsagnarferli í fjórar vikur. Komi engar kærur fram er hægt að fara í útboð á fyrsta fasa uppbyggingarinnar í byrjun febrúar. Magnús segir að þá verði boðnar út tvær nýjar stólalyftur og tveir áfangar í snjóframleiðslu en í öllu ferlinu er gert ráð fyrir þremur áföngum í snjóframleiðslu og alls fjórum nýjum stólalyftum og tveimur diskalyftum. Annað útboð fer svo fljótlega af stað, einnig á stólalyftum, en Magnús segir það annars eðlis. Í útboðinu nú sé gert ráð fyrir nýjum stólalyftum en í seinna útboðinu er gert ráð fyrir notuðum lyftum. Lítil sem engin uppbygging í fimmtán ár Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012 en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, fjallaði um fyrirhugaða uppbygginu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar kom meðal annars fram að fyrir jól hafi legið fyrir ítarlega útfærð og staðfest aðgerðar og framkvæmdaáætlun vegna mótvægisaðgerða til að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Kærur vegna umhverfismála hafi því verið dregnar til baka, en krafa um að framkvæmdirnar færu í umhverfismat eru á meðal þess sem hafa tafið uppbygginguna að sögn Magnúsar. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur látið uppfæra kostnaðarmat og framkvæmdaáætlanir og fyrir liggja drög að viðaukasamningi á þeim grundvelli sem fer til samþykktar sveitarfélaganna. Á mánudaginn sl. samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi vegna málsins sem nú fer til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Ný framkvæmdaáætlun felur í sér að ráðist verður í snjóframleiðslu í Bláfjöllum á þessu ári og í Skálafelli árið 2022. Á þessi ári verður einnig fjárfest í nýrri lyftu í Bláfjöllum (Gosa) og 2022 nýrri Drottningu. Í báðum tilvikum verður um breytta legu þeirra að ræða (sjá mynd). Þá bætist við stólalyfta í Eldborgargil við lok framkvæmdatímans ásamt nýrri toglyftu úr Kerlingardal. Stólalyfta í Skálafelli verður endurnýjuð 2021. Alls hljóðar fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunin upp á rúma fjóra milljarða sem dreifast á árin 2020-2025,“ segir í Facebook-færslu borgarstjóra. Áætlun sem nær til ársins 2030 Uppbyggingaráætlunin nær allt til ársins 2030 en Magnús segir að ákveðið hafi verið að forgangsraða verkefninu með þessum hætti nú. „Svo á árunum 2025 til 2030 erum við að tala um skála á sitthvoru svæðinu, topplyftu í Skálafelli og síðasta áfangann í snjóframleiðslu,“ segir Magnús. Magnús segir uppbygginguna sem farið verður í nú algjöra byltingu á skíðasvæðunum. „Ég myndi segja að þetta væri bara alger gerbylting. Því við sjáum það bara að fólk er orðið svo góðu vant. Við erum náttúrulega búin að vera með kónginn sem er búinn að reynast okkur alveg ótrúlega vel. Hann fer hratt og með fjóra í stól. Þegar Kóngurinn lokar og við reynum að keyra Drottninguna til vara þá kemur fólk til baka og vill fá endurgreitt. Það er bara hætt að líta á þessar gömlu lyftur sem valmöguleika,“ segir Magnús. Þetta muni gjörbreytast með nýjum lyftum.
Mosfellsbær Reykjavík Skíðasvæði Tengdar fréttir Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45 Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00 Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45
Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00
Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45