Álag meira en búist var við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 22:00 Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira