Raftækjaframleiðandinn Sony smíðaði sjálfkeyrandi rafbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. janúar 2020 07:00 Sony Vision-S Vísir/Sony Sony, sem framleiðir alla jafna raftæki, myndavélar og Playstation leikjatölvur hefur smíðað bíl. Bíllinn heitir Vision-S og er á hugmyndastigi. Sony segir að bíllinn „sýni hvað framleiðandinn ætlar að leggja til samfélags háþróaðra sjálfkeyrandi bíla“. Bíllinn er því augljóslega sjálfkeyrandi og svo er hann rafdrifinn.Hér má sjá gamalt Top Gear innslag þar sem búið var að koma Sony Playstation fyrir í bíl. Bíllinn var kynntur á CES (raftækjasýningunni í Las Vegas), þar sem hann ók sjálfur upp á svið, svo það er að minnsta kosti einhverskonar aflgjafi um borð. Ekki er þó meira vitað um aflgjafann en það að hann er til staðar. Innra rýmið lítur huggulega út. Það má gera sér vonir um að það leynist ein Playstation til að spila þegar bíllinn ekur sér sjálfur.Vísir/Sony Aðaláherslan í kynningu Sony voru skynjarar bílsins. Þeir eru 33 talsins, svokallaðir CMOS (complementary metal oxide semiconductor) skynjarar sem skynja hluti allt í kringum bílinn. Það eru sömu skynjarar og búa til myndir í stafrænum myndavélum. Þar að auki notar Vision-S, LiDAR búnað til að smíða þrívíddar kort af umhverfi sínu með leiser geislum og „Time of Flight“ skynjara til að skynja fólk inn í bílnum. Innrarýmið er afar vandað að sjá með góðum hljómflutningsgræjum, sem er jú það sem Sony er þekkt fyrir að framleiða. Stóra spurningin er hvort þessi bíll fari í framleiðslu. Henni er ósvarað. Bílar Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Sony, sem framleiðir alla jafna raftæki, myndavélar og Playstation leikjatölvur hefur smíðað bíl. Bíllinn heitir Vision-S og er á hugmyndastigi. Sony segir að bíllinn „sýni hvað framleiðandinn ætlar að leggja til samfélags háþróaðra sjálfkeyrandi bíla“. Bíllinn er því augljóslega sjálfkeyrandi og svo er hann rafdrifinn.Hér má sjá gamalt Top Gear innslag þar sem búið var að koma Sony Playstation fyrir í bíl. Bíllinn var kynntur á CES (raftækjasýningunni í Las Vegas), þar sem hann ók sjálfur upp á svið, svo það er að minnsta kosti einhverskonar aflgjafi um borð. Ekki er þó meira vitað um aflgjafann en það að hann er til staðar. Innra rýmið lítur huggulega út. Það má gera sér vonir um að það leynist ein Playstation til að spila þegar bíllinn ekur sér sjálfur.Vísir/Sony Aðaláherslan í kynningu Sony voru skynjarar bílsins. Þeir eru 33 talsins, svokallaðir CMOS (complementary metal oxide semiconductor) skynjarar sem skynja hluti allt í kringum bílinn. Það eru sömu skynjarar og búa til myndir í stafrænum myndavélum. Þar að auki notar Vision-S, LiDAR búnað til að smíða þrívíddar kort af umhverfi sínu með leiser geislum og „Time of Flight“ skynjara til að skynja fólk inn í bílnum. Innrarýmið er afar vandað að sjá með góðum hljómflutningsgræjum, sem er jú það sem Sony er þekkt fyrir að framleiða. Stóra spurningin er hvort þessi bíll fari í framleiðslu. Henni er ósvarað.
Bílar Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent