Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:02 Harvey Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York. vísir/epa Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37