Innlent

Foreldrar hvattir til að sækja börnin vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Endurnar og svanir munu örugglega hneygja höfuð sín reglulega í djúpið á meðan versta veðrið stendur yfir.
Endurnar og svanir munu örugglega hneygja höfuð sín reglulega í djúpið á meðan versta veðrið stendur yfir. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á gula viðvörun frá klukkan þrjú í dag og biður foreldra og forráðamenn að sækja börn sín yngri en tólf ára í lok skóla- eða frístundastarfs í dag.

Tekið er fram að ekki þurfi að sækja börn fyrr en eftir þann tíma.

Foreldrar eru hvattir til þess að börn undir tólf ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan þrjú. Börn séu óhult í skólanum og frístund þar til þau verði sótt.

Gul viðvörun er á öllu landinu í dag og langt fram á kvöld.

Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×