Mögulegt eldgos „stóri óvissuþátturinn“ í næsta hlaupi Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 11:57 Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun vegna mögulegs hlaups úr Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07