Innlent

Búið að opna Reykja­nes­braut og Hvalfjarðargöng

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Reykjanesbraut.
Frá Reykjanesbraut. Vísir/Frikki

Reykjanesbraut var lokað tímabundið í dag vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Aftur var opnað fyrir umferð rétt fyrir tvö. Lokað hefur verið fyrir umferð í gegnum Hvalfjarðargöng í tengslum við lokun á Kjalarnesi. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar.

Fyrr í dag hafði verið tilkynnt um mikla stórhríð snjóþekju og mjög slæmt skyggni á veginum og sagði Lögreglan á Suðurnesjum að blint væri á köflum á veginum.

Þá er nú orðið lokað um allar helstu leiðir frá höfuðborginni en ófært er um Vesturlandsveg, Þingvallaveg, Hellisheiði og Reykjanesbraut.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:50 með fregnum af opnun Reykjanesbrautar og Hvalfjarðarganga.


Tengdar fréttir

Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×