Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 16:24 Guðfinnur og Vigdís hafa þegar hafið störf. Sjálfstæðisflokkurinn Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira