Sorpa hætt að senda flokkað plast beint í brennslu Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 11:42 Helmingur úrgangs frá sænskum heimilum var brenndur til orkunýtingar árið 2017. Vísir/Vilhelm - Getty/balipadma Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu.
Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15