Skoðun

Hug­vekja um rétt­lætis­riddara

Arnór Bragi Elvarsson skrifar

Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. 

Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum.

Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar.

Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.

Þessi grein er birt í samstarfi við RómRómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×