Prófa sig áfram með íblöndun vetnis í gas Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 16:22 Jarðgas er notað til að hita upp hús og til eldunar víðast á Bretlandi. Hægt væri að draga verulega úr losun koltvísýrings með því að blanda vetni út í gasið. Vísir/EPA Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass. Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass.
Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira