Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 14:50 Nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni sem Rússar segja tilbúið hefur verið harðlega gagnrýnt og segjast margir sérfræðingar ekki treysta því vegna hraðrar afgreiðslu þess. EPA-EFE/RDIF Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í og birtar voru í dag. Rússnesk yfirvöld hafa gefið það út að fyrsta bóluefnið gegn kórónuveirunni muni verða tilbúið og koma á markað fyrir lok þessa mánaðar. Rússneskir læknar, þar á meðal þeir sem tóku þátt í könnuninni, munu vera fyrstir til að fá bóluefnið. Sputnik V til minningar um fyrsta gervitunglið Bóluefnið, sem kallast Sputnik V og vísar til fyrsta gervitunglsins sem skotið var út í geim af Sovétríkjunum árið 1957, hefur enn ekki lokið lokatilraunum og segja sumir vísindamenn að þeir hræðist að yfirvöld gætu verið að forgangsraða orðstír Rússlands fram yfir öryggi. Könnun, sem gerð var af „Doctor‘s Handbook,“ smáforriti, sýnir að af þeim 3.040 læknum og heilbrigðisstarfsmönnum sem tóku þátt væru 52% ekki tilbúin til að vera bólusettir. Á móti voru 24,5% sem sögðust myndu láta bólusetja sig gegn veirunni með Sputnik V. Aðeins fimmtungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu mæla með bóluefninu við sjúklinga, kollega eða vini. Áhyggjur þeirra eru ekki einsdæmi og hafa margir Rússar sagst vera of hræddir við að prófa bóluefnið, en aðrir taka undir með yfirvöldum og segja gagnrýni erlendra sérfræðinga vera vegna öfundar. Forsetinn segir bóluefnið alveg öruggt Bóluefnið hefur þegar verið samþykkt en það var gert áður en rannsókn var gerð á virkni efnisins, sem yfirleitt er gert áður en lyf eru samþykkt. Í þeim rannsóknum, sem kallast jafnan Stig þrjú (e. Phase III), taka þúsundir þátt og er það stig rannsókna talið nauðsynlegt til að kanna virkni lyfsins. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að bóluefnið sem þróað var af Gamaleya stofnuninni sé öruggt og ein dætra hans hafi verið bólusett með því. Þá hefur Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra Rússlands, sagt áhyggjur sérfræðinga þvælu og að þær séu ekki byggðar á traustum grunni. Ætla að kaupa 50-150 milljón skammta af Rússlandi Víetnam hefur þá pantað rússneska bóluefnið samkvæmt fréttum ríkisútvarps Víetnam. Önnur bylgja faraldursins braust út í landinu fyrir stuttu eftir að landið hafði verið laust við innanlandssmit í nokkra mánuði. Víetnam mun samt halda áfram að þróa sitt eigið kórónuveirubóluefni en þangað til það hefur verið þróað og samþykkt til notkunar mun landið notast við rússneska bóluefnið. Víetnam hefur pantað 50-150 milljón skammta af bóluefni samkvæmt fréttastofu Tuoi Tre. Hluti þess mun Rússland gefa Víetnam en restina verður greitt fyrir. Víetnam ætlar einnig að kaupa bóluefni frá Bretlandi, en samningur er í gildi milli landsins og Háskólans í Bristol um þróun bóluefnis. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnið verður komið til Víetnam né hversu mikið það mun kosta. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaða bóluefni Víetnam hyggist kaupa frá Bretlandi. Heilbrigðisráðuneyti Víetnam sagði hins vegar í síðasta mánuði að áætlað væri að Víetnam væri komið með sitt eigið bóluefni í lok árs 2021. Rússland Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Pútín: Gefa grænt ljós á bóluefni og hefja fjöldaframleiðslu Rússlandsforseti segir að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni sem þróað var í Rússlandi og að nú standi til að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. 11. ágúst 2020 08:58 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í og birtar voru í dag. Rússnesk yfirvöld hafa gefið það út að fyrsta bóluefnið gegn kórónuveirunni muni verða tilbúið og koma á markað fyrir lok þessa mánaðar. Rússneskir læknar, þar á meðal þeir sem tóku þátt í könnuninni, munu vera fyrstir til að fá bóluefnið. Sputnik V til minningar um fyrsta gervitunglið Bóluefnið, sem kallast Sputnik V og vísar til fyrsta gervitunglsins sem skotið var út í geim af Sovétríkjunum árið 1957, hefur enn ekki lokið lokatilraunum og segja sumir vísindamenn að þeir hræðist að yfirvöld gætu verið að forgangsraða orðstír Rússlands fram yfir öryggi. Könnun, sem gerð var af „Doctor‘s Handbook,“ smáforriti, sýnir að af þeim 3.040 læknum og heilbrigðisstarfsmönnum sem tóku þátt væru 52% ekki tilbúin til að vera bólusettir. Á móti voru 24,5% sem sögðust myndu láta bólusetja sig gegn veirunni með Sputnik V. Aðeins fimmtungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu mæla með bóluefninu við sjúklinga, kollega eða vini. Áhyggjur þeirra eru ekki einsdæmi og hafa margir Rússar sagst vera of hræddir við að prófa bóluefnið, en aðrir taka undir með yfirvöldum og segja gagnrýni erlendra sérfræðinga vera vegna öfundar. Forsetinn segir bóluefnið alveg öruggt Bóluefnið hefur þegar verið samþykkt en það var gert áður en rannsókn var gerð á virkni efnisins, sem yfirleitt er gert áður en lyf eru samþykkt. Í þeim rannsóknum, sem kallast jafnan Stig þrjú (e. Phase III), taka þúsundir þátt og er það stig rannsókna talið nauðsynlegt til að kanna virkni lyfsins. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að bóluefnið sem þróað var af Gamaleya stofnuninni sé öruggt og ein dætra hans hafi verið bólusett með því. Þá hefur Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra Rússlands, sagt áhyggjur sérfræðinga þvælu og að þær séu ekki byggðar á traustum grunni. Ætla að kaupa 50-150 milljón skammta af Rússlandi Víetnam hefur þá pantað rússneska bóluefnið samkvæmt fréttum ríkisútvarps Víetnam. Önnur bylgja faraldursins braust út í landinu fyrir stuttu eftir að landið hafði verið laust við innanlandssmit í nokkra mánuði. Víetnam mun samt halda áfram að þróa sitt eigið kórónuveirubóluefni en þangað til það hefur verið þróað og samþykkt til notkunar mun landið notast við rússneska bóluefnið. Víetnam hefur pantað 50-150 milljón skammta af bóluefni samkvæmt fréttastofu Tuoi Tre. Hluti þess mun Rússland gefa Víetnam en restina verður greitt fyrir. Víetnam ætlar einnig að kaupa bóluefni frá Bretlandi, en samningur er í gildi milli landsins og Háskólans í Bristol um þróun bóluefnis. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnið verður komið til Víetnam né hversu mikið það mun kosta. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaða bóluefni Víetnam hyggist kaupa frá Bretlandi. Heilbrigðisráðuneyti Víetnam sagði hins vegar í síðasta mánuði að áætlað væri að Víetnam væri komið með sitt eigið bóluefni í lok árs 2021.
Rússland Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Pútín: Gefa grænt ljós á bóluefni og hefja fjöldaframleiðslu Rússlandsforseti segir að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni sem þróað var í Rússlandi og að nú standi til að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. 11. ágúst 2020 08:58 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56
Pútín: Gefa grænt ljós á bóluefni og hefja fjöldaframleiðslu Rússlandsforseti segir að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni sem þróað var í Rússlandi og að nú standi til að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. 11. ágúst 2020 08:58
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03