Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 16:47 Meirihlutinn í borginni bætir við sig fylgi ef marka má nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Foto: Vilhelm Gunnarsson „Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira