„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Andri Eysteinsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 18:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
„Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira