„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2020 14:30 Sigrun Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Urðarhóls. Vísir/Friðrik/Vilhelm Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30