Rannsókn sögð beinast að fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 13:15 Comey hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta undanfarin ár. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka leka á trúnaðarupplýsingum sem gæti beinst að James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Donald Trump forseti hefur lengi haft ímugust á. Óvanalegt er sagt að byrjað sé að rannsaka upplýsingaleka svo löngu eftir að hann á sér stað. New York Times segir að um sé að ræða leka á upplýsingum um leyniþjónustuskjal sem varð tilefni að umdeildri meðferð Comey á lokum rannsóknar á tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra árið 2016. Nokkrir bandarískir fjölmiðlar sögðu fréttir sem byggðu meðal annars á skjalinu árið 2017. Alríkissaksóknarar í Washington-borg virðast nú rannsaka hvort að Comey hafi lekið upplýsingunum ólöglega til fréttamanna, að sögn New York Times. Tímasetning rannsóknar eru sögð vekja upp spurningar þar sem vanalega rannsaki saksóknarar og FBI leka á slíkum upplýsingum þegar þær birtast í fjölmiðlum, ekki nokkrum árum eftir á. Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Comey og sagt að hann ætti að dúsa í fangelsi fyrir leka. Sérstakur rannsakandi var settur yfir rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar í maí árið 2017. Þá hefur Trump ítrekað reynt að fá dómsmálaráðuneyti sitt til að rannsaka pólitískan andstæðinga sína, þar á meðal Comey og Clinton. Mögulega falsað skjal frá Rússum Skjalið sem um ræðir var upprunið frá rússneskum stjórnvöldum en hollenska leyniþjónustan komst yfir það og sendi FBI. Í því var það sem átti að vera greining rússnesku leyniþjónustunnar á tölvupósti þar sem Debbie Wasserman-Schultz, þáverandi formaður landsnefndar Demókrataflokksins, á að hafa fullyrt að Loretta Lynch, þáverandi dómsmálaráðherra, myndi tryggja að Clinton yrði ekki ákærð í tölvupóstmáli hennar. Wasserman-Schultz og viðtakandi póstsins hafa neitað því að samskiptin hafi átt sér stað og sakað rússnesk stjórnvöld um að falsa þau. Engu að síður lék skjalið lykilhlutverk í að Comey tók þá óvanalegu ákvörðun að láta dómsmálaráðuneytið ekki vita af fréttamannafundi þar sem hann tilkynnti að rannsókninni á tölvupóstum Clinton væri lokið og að FBI mælti ekki með ákæru. Hann hefur vísað til þess að hann hafi óttast að ef Lynch dómsmálaráðherra kæmi nærri þeirri ákvörðun myndu Rússar leka tölvupóstunum. Comey var gagnrýndur á sínum tíma fyrir hvernig hann fór hélt á málum í kringum rannsóknina á Clinton, ekki síst þegar hann tilkynnti Bandaríkjaþingi rétt fyrir kjördag árið 2016 að hún væri hafin aftur. Þá höfðu fundist fleiri tölvupóstar á tölvu fyrrverandi eiginmanns aðstoðarkonu Clinton. Ekkert nýtt kom út úr rannsókn FBI á póstunum en Clinton hefur haldið því fram að inngrip Comey hafi kostað hana sigur í kosningunum. Erfitt að rannsaka slík mál svo löngu seinna New York Times segir að saksóknarar rannsaki lekamál af þessu tagi yfirleitt ekki svo löngu eftir að þau eiga sér stað. Erfiðara sé að rannsaka þau þegar frá líður og þá er sagt snúnara að hafa uppi á heimildarmanni þegar fréttir birtast í fleiri en einum fjölmiðla og byggja á leynilegum upplýsingum. Í tilfelli skjalsins sem var lekið til bæði New York Times og Washington Post voru bæði þingmenn og embættismenn Hvíta hússins upplýstir um tilvist og efni þess. Hvorki Comey né dómsmálaráðuneytið tjáðu sig um rannsóknina við New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41 Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka leka á trúnaðarupplýsingum sem gæti beinst að James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Donald Trump forseti hefur lengi haft ímugust á. Óvanalegt er sagt að byrjað sé að rannsaka upplýsingaleka svo löngu eftir að hann á sér stað. New York Times segir að um sé að ræða leka á upplýsingum um leyniþjónustuskjal sem varð tilefni að umdeildri meðferð Comey á lokum rannsóknar á tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra árið 2016. Nokkrir bandarískir fjölmiðlar sögðu fréttir sem byggðu meðal annars á skjalinu árið 2017. Alríkissaksóknarar í Washington-borg virðast nú rannsaka hvort að Comey hafi lekið upplýsingunum ólöglega til fréttamanna, að sögn New York Times. Tímasetning rannsóknar eru sögð vekja upp spurningar þar sem vanalega rannsaki saksóknarar og FBI leka á slíkum upplýsingum þegar þær birtast í fjölmiðlum, ekki nokkrum árum eftir á. Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Comey og sagt að hann ætti að dúsa í fangelsi fyrir leka. Sérstakur rannsakandi var settur yfir rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar í maí árið 2017. Þá hefur Trump ítrekað reynt að fá dómsmálaráðuneyti sitt til að rannsaka pólitískan andstæðinga sína, þar á meðal Comey og Clinton. Mögulega falsað skjal frá Rússum Skjalið sem um ræðir var upprunið frá rússneskum stjórnvöldum en hollenska leyniþjónustan komst yfir það og sendi FBI. Í því var það sem átti að vera greining rússnesku leyniþjónustunnar á tölvupósti þar sem Debbie Wasserman-Schultz, þáverandi formaður landsnefndar Demókrataflokksins, á að hafa fullyrt að Loretta Lynch, þáverandi dómsmálaráðherra, myndi tryggja að Clinton yrði ekki ákærð í tölvupóstmáli hennar. Wasserman-Schultz og viðtakandi póstsins hafa neitað því að samskiptin hafi átt sér stað og sakað rússnesk stjórnvöld um að falsa þau. Engu að síður lék skjalið lykilhlutverk í að Comey tók þá óvanalegu ákvörðun að láta dómsmálaráðuneytið ekki vita af fréttamannafundi þar sem hann tilkynnti að rannsókninni á tölvupóstum Clinton væri lokið og að FBI mælti ekki með ákæru. Hann hefur vísað til þess að hann hafi óttast að ef Lynch dómsmálaráðherra kæmi nærri þeirri ákvörðun myndu Rússar leka tölvupóstunum. Comey var gagnrýndur á sínum tíma fyrir hvernig hann fór hélt á málum í kringum rannsóknina á Clinton, ekki síst þegar hann tilkynnti Bandaríkjaþingi rétt fyrir kjördag árið 2016 að hún væri hafin aftur. Þá höfðu fundist fleiri tölvupóstar á tölvu fyrrverandi eiginmanns aðstoðarkonu Clinton. Ekkert nýtt kom út úr rannsókn FBI á póstunum en Clinton hefur haldið því fram að inngrip Comey hafi kostað hana sigur í kosningunum. Erfitt að rannsaka slík mál svo löngu seinna New York Times segir að saksóknarar rannsaki lekamál af þessu tagi yfirleitt ekki svo löngu eftir að þau eiga sér stað. Erfiðara sé að rannsaka þau þegar frá líður og þá er sagt snúnara að hafa uppi á heimildarmanni þegar fréttir birtast í fleiri en einum fjölmiðla og byggja á leynilegum upplýsingum. Í tilfelli skjalsins sem var lekið til bæði New York Times og Washington Post voru bæði þingmenn og embættismenn Hvíta hússins upplýstir um tilvist og efni þess. Hvorki Comey né dómsmálaráðuneytið tjáðu sig um rannsóknina við New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41 Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. 21. október 2019 13:41
Leggja til að fyrrverandi yfirmaður FBI verði ákærður Alríkissaksóknarar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa lagt til að Andrew McCabe, sem var næstráðandi hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á eftir James Comey, verði ákærður. 12. september 2019 21:00
Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03
Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 15:30