Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2020 14:30 Ýmir Örn Gíslason fagnar sigri í leikslok. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Ísland vann þriggja marka sigur á sterku liði Portúgals, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli II á EM 2020 í dag. Íslendingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust í 2-8 en Portúgalar unnu sig svo inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 12-14, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi. Portúgal komst yfir í fyrsta sinn í stöðunni 17-16. Ísland komst þremur mörkum yfir, 19-22, en Portúgal svaraði með þremur mörkum í röð. Íslenska liðið var svo sterkara undir lokin og vann lokakaflann 6-3 og leikinn, 25-28. Ísland er því komið með tvö stig í milliriðli II. Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Aron Pálmarsson fimm mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot (40%) í íslenska markinu. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á þriðjudaginn. Henry Birgir Gunnarsson er okkar maður í Malmö og hér má sjá hans uppgjör á leiknum. EM 2020 í handbolta
Ísland vann þriggja marka sigur á sterku liði Portúgals, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli II á EM 2020 í dag. Íslendingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust í 2-8 en Portúgalar unnu sig svo inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 12-14, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi. Portúgal komst yfir í fyrsta sinn í stöðunni 17-16. Ísland komst þremur mörkum yfir, 19-22, en Portúgal svaraði með þremur mörkum í röð. Íslenska liðið var svo sterkara undir lokin og vann lokakaflann 6-3 og leikinn, 25-28. Ísland er því komið með tvö stig í milliriðli II. Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Aron Pálmarsson fimm mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot (40%) í íslenska markinu. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á þriðjudaginn. Henry Birgir Gunnarsson er okkar maður í Malmö og hér má sjá hans uppgjör á leiknum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti