Viðskipti erlent

Móðurfélag Google er metið á billjón

Samúel Karl Ólason skrifar
Virði Alphabet hefur aukist um nærri því 17 prósent á einungis þremur mánuðum og það á sama tímabili og að stofnendur Google stigu til hliðar.
Virði Alphabet hefur aukist um nærri því 17 prósent á einungis þremur mánuðum og það á sama tímabili og að stofnendur Google stigu til hliðar. Vísir/Getty

Alphabet, móðurfélag Google, er nú komið á stall með bandarísku fyrirtækjunum Apple, Amazon og Microsoft en hlutabréf allra þessara fyrirtækja hafa verið metin á meira en billjón króna, 1.000.000.000.000, (trillion á ensku). Amazon hefur síðan þá farið niður fyrir billjónina.

Virði Alphabet hefur aukist um nærri því 17 prósent á einungis þremur mánuðum og það á sama tímabili og að stofnendur Google stigu til hliðar.

Þeir Larry Page og Sergey Brin stofnuðu fyrirtækið árið 1998 en stigu til hliðar undir lok síðasta árs. Þá tók Sundar Pichai, forstjóri Google, við stjórnartaumum Alphabet.

Alphabet er einnig móðurfélag Sidewalk Labs, DeepMind, Google Fiber, Verily og annarra fyrirtækja.

Samkvæmt frétt CNBC má að miklu leiti rekja auki virði hlutabréfa Alphabet til þess að Pichai tók við stjórnartaumunum. Þar að auki hafi fyrirtækinu gengið vel í skýþjónustu og aukið tekjur verulega í gegnum auglýsingar.

Næsta tæknifyrirtæki sem þykir líklegt til að ná þessum áfanga er Facebook en eins og staðan er núna eru hlutabréf þess metin á 620 milljarða dala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×