Harry Maguire verður aðalfyrirliði Man Utd eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Harry Maguire með fyrirliðabandið. Getty/Simon Stacpoole Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994 Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994
Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira