Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 23:30 Harvey Weinstein verður í réttarsal næstu tvö mánuðina. AP/Bebeto Matthews Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. Eina hlutverk þeirra væri að meta málið út frá sönnunargögnum og málflutningi til að skera úr um hvort Weinstein væri sekur eða ekki. Guardian greinir frá. Weinstein á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hófust í New York í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.Sjá einnig: Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Kviðdómendur yrðu að meta sönnunargögnin Undanfarna daga hefur val á kviðdómendum staðið yfir en James Burke, dómarinn í máli ávarpaði í dag hinn 140 manna hóp sem kviðdómurinn verður valinn úr. Þar sagði hann að væntanlegir kviðdómendur hefðu rétt á því að hafa sterkar skoðanir á Weinstein, Metoo-hreyfingunni, kvenréttindum og ýmsu öðru en að slíkar skoðanir mættu ekki hafa áhrif á störf þeirra í dómsal. „Það eina sem þið þurfið að ákveða er hvort sakborningurinn hafi sýnt af sér athæfi sem teljist glæpsamlegt,“ sagði hann. „Þið verðið að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnunum“. Bætti hann því við að dómsmálið gegn Weinstein væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna eða önnur tengd mál. Upphaflega fengu 608 einstaklingar boð um að vera í kviðdómi. 140 er eftir en úr þeim hópi verða valdir tólf kviðdómendur og sex varamenn. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af hinum 608 sem fékk boð um að vera í kviðdómi. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því, meðal annars vegna þess að hún væri vinkona Cara Delevingne. Hún er ein af 105 sem opinberlega hafa sakað Weinstein um kynferðislegt áreiti. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af þeim sem kom til greina í kviðdóminn. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því.AP/Seth Wenig Munnlegur málflutningur í næstu viku Á ýmsu hefur gengið í réttarhöldunum en dómarinn lét Weinstein meðal annars heyra það á dögunum eftir að hinn síðarnefndi notaði síma sinn í dómsal. Hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á Weinstein. Í kjölfarið reyndi lögmaður hans að halda því fram að dómarinn væri vanhæfur vegna þess að hann hótaði honum fangelsisvist fyrir símanotkunina. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tvo mánuði. Munnlegur málflutningur hefst á miðvikudaginn næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. Eina hlutverk þeirra væri að meta málið út frá sönnunargögnum og málflutningi til að skera úr um hvort Weinstein væri sekur eða ekki. Guardian greinir frá. Weinstein á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hófust í New York í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.Sjá einnig: Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Kviðdómendur yrðu að meta sönnunargögnin Undanfarna daga hefur val á kviðdómendum staðið yfir en James Burke, dómarinn í máli ávarpaði í dag hinn 140 manna hóp sem kviðdómurinn verður valinn úr. Þar sagði hann að væntanlegir kviðdómendur hefðu rétt á því að hafa sterkar skoðanir á Weinstein, Metoo-hreyfingunni, kvenréttindum og ýmsu öðru en að slíkar skoðanir mættu ekki hafa áhrif á störf þeirra í dómsal. „Það eina sem þið þurfið að ákveða er hvort sakborningurinn hafi sýnt af sér athæfi sem teljist glæpsamlegt,“ sagði hann. „Þið verðið að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnunum“. Bætti hann því við að dómsmálið gegn Weinstein væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna eða önnur tengd mál. Upphaflega fengu 608 einstaklingar boð um að vera í kviðdómi. 140 er eftir en úr þeim hópi verða valdir tólf kviðdómendur og sex varamenn. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af hinum 608 sem fékk boð um að vera í kviðdómi. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því, meðal annars vegna þess að hún væri vinkona Cara Delevingne. Hún er ein af 105 sem opinberlega hafa sakað Weinstein um kynferðislegt áreiti. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af þeim sem kom til greina í kviðdóminn. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því.AP/Seth Wenig Munnlegur málflutningur í næstu viku Á ýmsu hefur gengið í réttarhöldunum en dómarinn lét Weinstein meðal annars heyra það á dögunum eftir að hinn síðarnefndi notaði síma sinn í dómsal. Hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á Weinstein. Í kjölfarið reyndi lögmaður hans að halda því fram að dómarinn væri vanhæfur vegna þess að hann hótaði honum fangelsisvist fyrir símanotkunina. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tvo mánuði. Munnlegur málflutningur hefst á miðvikudaginn næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30