Verðandi liðsfélagar hjá Kiel á toppnum í bæði mörkum og stoðsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Nikola Bilyk var bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34 EM 2020 í handbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira
Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34
EM 2020 í handbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira