Ungverjar hafa tvisvar kramið handboltahjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:30 Aron Pálmarsson í leiknum á móti Ungverjum á ÓL 2012. Aron var valinn í úrvalslið mótsins. Getty/Jeff Gross Heimsmeistaramótið í Kumamoto 1997 og Ólympíuleikarnir í London 2012 eiga eitt sameiginlegt en á báðum þessum mótum tapaði íslenska liðið aðeins einum leik og sá leikur var á móti Ungverjum. Fram undan er leikur á móti Ungverjum á EM 2020 og með sigri koma íslensku strákarnir sér í frábær mál fyrir milliriðilinn sm hefst strax á föstudaginn. Ísland er öruggt inn en Ungverjar þurfa stig til að fylgja okkar strákum upp úr riðlinum á kostnað Dana. Íslenska handboltalandsliðið hefur endað ofar á stórmótum en á HM 1997 og ÓL 2012 en ég efast um að íslenska liðið hafi oft spilað betur á stórmóti en liðið gerði í Kumamoto og í London. Það voru bara þessi tveir leikir við Ungverja sem voru örlagavaldar liðsins og krömdu handboltahjörtu Íslendinga. Grein um leikinn í Morgunblaðinu.Skjámynd/Morgunblaðið Íslenska liðið vann 7 af 9 leikjum sínum á HM í Kumamoto í maí 1997 og eini leikurinn sem tapaðist sá til þess að íslensku strákarnir léku um fimmta til áttunda sæti í stað þess að spila um verðlaun. Leikurinn sem réð örlögum íslenska liðsins var leikur á móti Ungverjum í átta liða úrslitum og fór hann fram 30. maí og hófst klukkan níu um morguninn að íslenskum tíma. Ungverjar unnu leikinn með einu marki, 26-25, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur var munurinn fimm mörk í upphafi seinni hálfleiks og íslenska liðið því í eltingarleik allan tímann. „Það var sárt að tapa og þá sérstaklega fyrir mótherjum ,sem við vissum að við gætum lagt að velli. Þetta eru mikil vonbrigði því við misstum af einstæðu tækifæri að komast í undanúrslit og leika um verðlaunasæti. Það gekk ekki eftir, því miður," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Ungverjar töpuðu með þrettán marka mun í undanúrslitaleiknum á móti Svíum, 19-32, á meðan íslenska liðið vann bæði Spán og Egyptaland í leikjunum um fimmta til áttunda sæti. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á mótinu.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Róbert Julián Duranona 9/4, Ólafur Stefánsson 4, Geir Sveinsson 3, Valdimar Grímsson 3, Patrekur Jóhannesson 2, Dagur Sigurðsson 2, Konráð Olavsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5/1, Bergsveinn Bergsveinsson 6. Grein um leikinn í Fréttablaðið.Skjámynd/Fréttablaðið Íslenska landsliðið leit frábærlega út á Ólympíuleikunum í London og það leit út fyrir að gullkynslóðin væri að toppa. Liðið hafði skilaði silfri á Ólympíuleikunum í Peking og bronsi á EM í Austurríki en nú hafði liðið eignast einn besta leikmann heims í Aroni Pálmarssyni. Íslenska liðið vann alla fimm leiki sína í riðlinum þar af bæði Svía og Evrópumeistara Frakka. Í átta liða úrslitunum var komið að leik á móti Ungverjum. Ungverjar höfðu tapað þremur leikjum í riðlakeppninni en tryggðu sér sæti í útsláttarkeppninni með 26-23 sigri á Serbum í lokaumferðinni. Leikur Íslands og Ungverjalands var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í annarri framlengingu. Jafnt var 27-27 eftir venjulegan leiktíma og 30-30 eftir fyrri framlenginguna. Íslenska liðið elti lengst af eftir slæma byrjun en komst marki yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ísland fékk svo boltann þegar 40 sekúndur voru eftir og Ólafur fiskaði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem hafði þó varla spilað í leiknum, tók vítið en Nandor Fazekas, mark-vörður Ungverja og maður leiksins, varði. Tvíframlengja þurfti leikinn og Ísland fékk fleiri tækifæri til að vinna leikinn, sem og að tryggja sér vítakeppni í seinni fram-lengingunni. En það átti ekki að verða. Aron Pálmarsson tók síðasta skot leiksins en það var fram hjá og Ungverjar fögnuðu aftur – nú sigrinum og sæti í undan úrslitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari en hann ræddi ákvörðun sína að láta Snorra taka vítið. „Ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið. „Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum. Í gegnum tíðina höfum við haft þann háttinn á að Snorri taki þá næsta víti.“ Guðmundur tók það þó skýrt fram að þetta eina atvik réði ekki úrslitum leiksins. „Það þarf að skoða leikinn í heild sinni frekar en eitt atvik. Þetta var erfitt augnablik fyrir Snorra en hann er hetja fyrir að hafa tekið að sér að stíga fram. Stundum fara bara hlutirnir ekki á þann veg sem maður vill,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið. „Það eru ekki til orð í orða-bókinni til að lýsa vonbrigðunum. Hver og einn verður að finna það sjálfur með sér hvernig hann tekst á við að tapa einhverju. Einhverju góðu, fallegu og stórkostlegu sem maður nær svo ekki. Eitthvað sem maður er búinn að eltast við lengi – í mánuði og ár. Eftir að hafa sett allt í þetta kemur í ljós á síðustu metrunum að maður fær það ekki. Þá kemur eitthvað í mann sem ekki er hægt að lýsa. Vonandi upplifa fæstir þessa tilfinningu en kannski þurfa allir að upplifa svona lagað til að geta stækkað og vaxið,“ sagði Ólafur Stefánsson, við Fréttablaðið eftir leik en hann var með tárin í augunum.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 15, Björgvin Páll Gústavsson 4 EM 2020 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Kumamoto 1997 og Ólympíuleikarnir í London 2012 eiga eitt sameiginlegt en á báðum þessum mótum tapaði íslenska liðið aðeins einum leik og sá leikur var á móti Ungverjum. Fram undan er leikur á móti Ungverjum á EM 2020 og með sigri koma íslensku strákarnir sér í frábær mál fyrir milliriðilinn sm hefst strax á föstudaginn. Ísland er öruggt inn en Ungverjar þurfa stig til að fylgja okkar strákum upp úr riðlinum á kostnað Dana. Íslenska handboltalandsliðið hefur endað ofar á stórmótum en á HM 1997 og ÓL 2012 en ég efast um að íslenska liðið hafi oft spilað betur á stórmóti en liðið gerði í Kumamoto og í London. Það voru bara þessi tveir leikir við Ungverja sem voru örlagavaldar liðsins og krömdu handboltahjörtu Íslendinga. Grein um leikinn í Morgunblaðinu.Skjámynd/Morgunblaðið Íslenska liðið vann 7 af 9 leikjum sínum á HM í Kumamoto í maí 1997 og eini leikurinn sem tapaðist sá til þess að íslensku strákarnir léku um fimmta til áttunda sæti í stað þess að spila um verðlaun. Leikurinn sem réð örlögum íslenska liðsins var leikur á móti Ungverjum í átta liða úrslitum og fór hann fram 30. maí og hófst klukkan níu um morguninn að íslenskum tíma. Ungverjar unnu leikinn með einu marki, 26-25, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur var munurinn fimm mörk í upphafi seinni hálfleiks og íslenska liðið því í eltingarleik allan tímann. „Það var sárt að tapa og þá sérstaklega fyrir mótherjum ,sem við vissum að við gætum lagt að velli. Þetta eru mikil vonbrigði því við misstum af einstæðu tækifæri að komast í undanúrslit og leika um verðlaunasæti. Það gekk ekki eftir, því miður," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Ungverjar töpuðu með þrettán marka mun í undanúrslitaleiknum á móti Svíum, 19-32, á meðan íslenska liðið vann bæði Spán og Egyptaland í leikjunum um fimmta til áttunda sæti. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á mótinu.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Róbert Julián Duranona 9/4, Ólafur Stefánsson 4, Geir Sveinsson 3, Valdimar Grímsson 3, Patrekur Jóhannesson 2, Dagur Sigurðsson 2, Konráð Olavsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5/1, Bergsveinn Bergsveinsson 6. Grein um leikinn í Fréttablaðið.Skjámynd/Fréttablaðið Íslenska landsliðið leit frábærlega út á Ólympíuleikunum í London og það leit út fyrir að gullkynslóðin væri að toppa. Liðið hafði skilaði silfri á Ólympíuleikunum í Peking og bronsi á EM í Austurríki en nú hafði liðið eignast einn besta leikmann heims í Aroni Pálmarssyni. Íslenska liðið vann alla fimm leiki sína í riðlinum þar af bæði Svía og Evrópumeistara Frakka. Í átta liða úrslitunum var komið að leik á móti Ungverjum. Ungverjar höfðu tapað þremur leikjum í riðlakeppninni en tryggðu sér sæti í útsláttarkeppninni með 26-23 sigri á Serbum í lokaumferðinni. Leikur Íslands og Ungverjalands var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í annarri framlengingu. Jafnt var 27-27 eftir venjulegan leiktíma og 30-30 eftir fyrri framlenginguna. Íslenska liðið elti lengst af eftir slæma byrjun en komst marki yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ísland fékk svo boltann þegar 40 sekúndur voru eftir og Ólafur fiskaði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem hafði þó varla spilað í leiknum, tók vítið en Nandor Fazekas, mark-vörður Ungverja og maður leiksins, varði. Tvíframlengja þurfti leikinn og Ísland fékk fleiri tækifæri til að vinna leikinn, sem og að tryggja sér vítakeppni í seinni fram-lengingunni. En það átti ekki að verða. Aron Pálmarsson tók síðasta skot leiksins en það var fram hjá og Ungverjar fögnuðu aftur – nú sigrinum og sæti í undan úrslitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari en hann ræddi ákvörðun sína að láta Snorra taka vítið. „Ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið. „Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum. Í gegnum tíðina höfum við haft þann háttinn á að Snorri taki þá næsta víti.“ Guðmundur tók það þó skýrt fram að þetta eina atvik réði ekki úrslitum leiksins. „Það þarf að skoða leikinn í heild sinni frekar en eitt atvik. Þetta var erfitt augnablik fyrir Snorra en hann er hetja fyrir að hafa tekið að sér að stíga fram. Stundum fara bara hlutirnir ekki á þann veg sem maður vill,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið. „Það eru ekki til orð í orða-bókinni til að lýsa vonbrigðunum. Hver og einn verður að finna það sjálfur með sér hvernig hann tekst á við að tapa einhverju. Einhverju góðu, fallegu og stórkostlegu sem maður nær svo ekki. Eitthvað sem maður er búinn að eltast við lengi – í mánuði og ár. Eftir að hafa sett allt í þetta kemur í ljós á síðustu metrunum að maður fær það ekki. Þá kemur eitthvað í mann sem ekki er hægt að lýsa. Vonandi upplifa fæstir þessa tilfinningu en kannski þurfa allir að upplifa svona lagað til að geta stækkað og vaxið,“ sagði Ólafur Stefánsson, við Fréttablaðið eftir leik en hann var með tárin í augunum.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 15, Björgvin Páll Gústavsson 4
EM 2020 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira