Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 18:04 Opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttist um hálftíma frá og með 1. apríl næstkomandi. Vísir/vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira