Björgunarsveitir hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp Jóns Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 08:30 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan. Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan.
Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira