Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2020 19:04 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var himinlifandi með sigur íslenska landsliðsins gegn Rússum í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Malmö. „Ég hugsa að það hafi verið svona 50 sekúndur. Maður veit aldrei,“ sagði Guðmundur í leikslok er hann var aðspurður hvenær hann hefði náð púlsinum niður á hliðarlínunni. Ísland var með góð tök á leiknum en Rússarnir náðu áhlaupi í fyrri hálfleik. Guðmundur hafði þessar skýringar á því áhlaupi. „Við vorum að skjóta of snemma og fara of nálægt vörninni. Eitt og annað sem olli því að þetta hikstaði aðeins en í stuttan tíma. Svo fannst mér við komnir með þetta. Í síðari var þetta aldrei spurning og sigldum þessu heim á sannfærandi hátt.“ Varnarleikurinn var hreint út sagt stórkostlegur. Rússarnir áttu nánast engin svör og Guðmundur var stoltur af varnarleiknum. „Ég er rosalega ánægður að sjá vörnina. Hún virkaði fullkomnlega. Ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum. Þetta var stórkostlegur varnarleiku. Það getur verið gaman að fylgjast með varnarleik, ekki bara sóknarleg. Þetta er gífurleg vinna og það eru frábærir leikmenn að fylgja þessu á eftir. Þetta var skemmtilegt.“ Ísland hefur sýnt andlegan styrk í fyrstu tveimur leikjunum og það gleður þjálfarann eðlilega. „Alveg rosalegur styrkur. Þetta er hættulegur leikur. Það er auðvelt að koma inn glaður og lenda í vandræðum. Ef þú ert ekki tilbúinn frá byrjun geturu lent í vandræðum gegn svona liði. Skilaboðin í hálfleik voru að byrja á fullu og það má ekki gefa neitt eftir. Þú mátt ekki gefa þeim litla fingur því þá taka þeir alla höndina.“ Guðmundur gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hann segir að það hafi verið mikilvægt en allir leikmenn Íslands spiluðu í dag. „Ég er mjög sáttur með það. Við byrjum að skipta út hornunum og náðum að hvíla Lexa og Aron sem var jákvætt. Við rúlluðum á öllu liðinu eins og við gátum. Það var frábært,“ sagði brosandi Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Fleiri fréttir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var himinlifandi með sigur íslenska landsliðsins gegn Rússum í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Malmö. „Ég hugsa að það hafi verið svona 50 sekúndur. Maður veit aldrei,“ sagði Guðmundur í leikslok er hann var aðspurður hvenær hann hefði náð púlsinum niður á hliðarlínunni. Ísland var með góð tök á leiknum en Rússarnir náðu áhlaupi í fyrri hálfleik. Guðmundur hafði þessar skýringar á því áhlaupi. „Við vorum að skjóta of snemma og fara of nálægt vörninni. Eitt og annað sem olli því að þetta hikstaði aðeins en í stuttan tíma. Svo fannst mér við komnir með þetta. Í síðari var þetta aldrei spurning og sigldum þessu heim á sannfærandi hátt.“ Varnarleikurinn var hreint út sagt stórkostlegur. Rússarnir áttu nánast engin svör og Guðmundur var stoltur af varnarleiknum. „Ég er rosalega ánægður að sjá vörnina. Hún virkaði fullkomnlega. Ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum. Þetta var stórkostlegur varnarleiku. Það getur verið gaman að fylgjast með varnarleik, ekki bara sóknarleg. Þetta er gífurleg vinna og það eru frábærir leikmenn að fylgja þessu á eftir. Þetta var skemmtilegt.“ Ísland hefur sýnt andlegan styrk í fyrstu tveimur leikjunum og það gleður þjálfarann eðlilega. „Alveg rosalegur styrkur. Þetta er hættulegur leikur. Það er auðvelt að koma inn glaður og lenda í vandræðum. Ef þú ert ekki tilbúinn frá byrjun geturu lent í vandræðum gegn svona liði. Skilaboðin í hálfleik voru að byrja á fullu og það má ekki gefa neitt eftir. Þú mátt ekki gefa þeim litla fingur því þá taka þeir alla höndina.“ Guðmundur gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hann segir að það hafi verið mikilvægt en allir leikmenn Íslands spiluðu í dag. „Ég er mjög sáttur með það. Við byrjum að skipta út hornunum og náðum að hvíla Lexa og Aron sem var jákvætt. Við rúlluðum á öllu liðinu eins og við gátum. Það var frábært,“ sagði brosandi Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Fleiri fréttir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47
Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24