Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 17:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira