Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:52 Fjölskylda forðar frá næsta nágrenni Taal-eldfjallsins. Aska hefur fallið víða í kringum fjallið. AP/Aaron Favila Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon
Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31