Einn frægasti fótboltamaður Tyrkja í sögunni starfar nú sem Uber-bílstjóri í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 23:30 Hakan Sükur með verðlaun sem hann fékk árið 2014. Ári síðar var hann búinn að flýja land. Getty/ Tullio M. Puglia Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira