Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 12:45 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin bregðist strax við því ófremdarástandi sem ríki á bráðamóttöku og öðrum deildum Landspítalans. Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér í morgun er þungum áhyggjum lýst af stöðunni á Landspítalanum. Lýsingar á aðstæðum sjúkra- og vinnuumhverfis á bráðamóttöku og öðrum deildum spítalans að undanförnu sýni að ástandið sé þjóðinni ekki til sóma. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir ljóst að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni og víðar um heilbrigðiskerfið. „Ég held að ástandið, þó það hafi verið slæmt lengi, þá hafi það aldrei verið jafn rosalegt eins og núna og um það vitnar starfsfólk sem að hefur auðvitað samanburðinn,“ segir Helga Vala. Hún telur að þótt reynt hafi verið að bregðast við hafi það ekki virkað sem skildi. Ekki nægi að sögn Helgu Völu að benda á það fjármagn sem sett hefur verið í byggingu nýs spítala og hjúkrunarrýma heldur þurfi að tryggja rekstrarfjármagn. „Íslensk stjórnvöld hafa með pólitískri ákvörðun ákveðið að setja ekki nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Þá höfum við bara samanburðartölur við önnur ríki, við öll OECD ríki, við erum undir meðaltali og eru þar á meðal fátæk ríki OECD. Við erum langt undir því sem að norðurlöndin eru að setja í heilbrigðismál,“ segir Helga Vala. Þá sé óásættanlegt hversu hægt gangi að ljúka kjarasamningum við fjölda heilbrigðisstétta. Staðan í heilbrigðiskerfinu verður til umræðu í velferðarnefnd í vikunni. „Við ætlum að velta við hverjum steini,“ segir Helga Vala. „Þetta er auðvitað ekki bara vandamál ríkisstjórnarinnar, við þurfum öll að koma að þessu og það er hlutverk velferðarnefndar að koma að þessu og leita lausna af því að það virðist sem að það sé vanmáttur innan ríkisstjórnarinnar að taka á þessu vandamáli.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin bregðist strax við því ófremdarástandi sem ríki á bráðamóttöku og öðrum deildum Landspítalans. Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér í morgun er þungum áhyggjum lýst af stöðunni á Landspítalanum. Lýsingar á aðstæðum sjúkra- og vinnuumhverfis á bráðamóttöku og öðrum deildum spítalans að undanförnu sýni að ástandið sé þjóðinni ekki til sóma. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir ljóst að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni og víðar um heilbrigðiskerfið. „Ég held að ástandið, þó það hafi verið slæmt lengi, þá hafi það aldrei verið jafn rosalegt eins og núna og um það vitnar starfsfólk sem að hefur auðvitað samanburðinn,“ segir Helga Vala. Hún telur að þótt reynt hafi verið að bregðast við hafi það ekki virkað sem skildi. Ekki nægi að sögn Helgu Völu að benda á það fjármagn sem sett hefur verið í byggingu nýs spítala og hjúkrunarrýma heldur þurfi að tryggja rekstrarfjármagn. „Íslensk stjórnvöld hafa með pólitískri ákvörðun ákveðið að setja ekki nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Þá höfum við bara samanburðartölur við önnur ríki, við öll OECD ríki, við erum undir meðaltali og eru þar á meðal fátæk ríki OECD. Við erum langt undir því sem að norðurlöndin eru að setja í heilbrigðismál,“ segir Helga Vala. Þá sé óásættanlegt hversu hægt gangi að ljúka kjarasamningum við fjölda heilbrigðisstétta. Staðan í heilbrigðiskerfinu verður til umræðu í velferðarnefnd í vikunni. „Við ætlum að velta við hverjum steini,“ segir Helga Vala. „Þetta er auðvitað ekki bara vandamál ríkisstjórnarinnar, við þurfum öll að koma að þessu og það er hlutverk velferðarnefndar að koma að þessu og leita lausna af því að það virðist sem að það sé vanmáttur innan ríkisstjórnarinnar að taka á þessu vandamáli.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent