13. janúar í stórmótasögu Íslands: Einn sigur og eitt tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:00 Gísli Kristjánsson í leiknum á móti Spánverjum á HM fyrir nákvæmlega ári síðan. Getty/Sven Hoppe Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur tvisvar áður spilað leik í stórmóti 13. janúar og voru báðir þeir leikir á heimsmeistaramóti. Þetta er því fyrsti leikurinn á EM á þessum mánaðardegi. Annar leikur Íslands á EM 2020 fer fram í dag þegar íslensku strákarnir spila mjög mikilvægan leik á móti Rússum. Seinni leikurinn á þessu mánaðardegi var á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en sá fyrri á HM á Spáni árið 2013. Ísland mætti Spánverjum á HM 2019 á þessum degi í fyrra og varð að sætta sig við sjö marka tap, 25-32. Það gekk aftur á móti mun betur á HM 2013 þegar íslenska liðið vann sextán marka sigur á Síle á þessum degi, 38-22. Í leiknum á móti Spánverjum á þessum degi í fyrra lögðu spænsku landsliðsmennirnir grunninn að sigrinum með góðum endakafla í fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 9-8 í 19-14. Spánverjar voru síðan komnir sjö mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk. Fjögur af fimm mörkum Arons komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Leikurinn á móti Síle á HM 2013 var annar leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir að sá fyrsti tapaðist með fimm marka mun á móti Rússum. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með Síle, var komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og vann síðan seinni hálfleikinn 20-11. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson var þriðji markahæstur með fimm mörk og þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 13 skot í markinu þar af tvö víti. EM 2020 í handbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Fleiri fréttir HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur tvisvar áður spilað leik í stórmóti 13. janúar og voru báðir þeir leikir á heimsmeistaramóti. Þetta er því fyrsti leikurinn á EM á þessum mánaðardegi. Annar leikur Íslands á EM 2020 fer fram í dag þegar íslensku strákarnir spila mjög mikilvægan leik á móti Rússum. Seinni leikurinn á þessu mánaðardegi var á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en sá fyrri á HM á Spáni árið 2013. Ísland mætti Spánverjum á HM 2019 á þessum degi í fyrra og varð að sætta sig við sjö marka tap, 25-32. Það gekk aftur á móti mun betur á HM 2013 þegar íslenska liðið vann sextán marka sigur á Síle á þessum degi, 38-22. Í leiknum á móti Spánverjum á þessum degi í fyrra lögðu spænsku landsliðsmennirnir grunninn að sigrinum með góðum endakafla í fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 9-8 í 19-14. Spánverjar voru síðan komnir sjö mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk. Fjögur af fimm mörkum Arons komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Leikurinn á móti Síle á HM 2013 var annar leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir að sá fyrsti tapaðist með fimm marka mun á móti Rússum. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með Síle, var komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og vann síðan seinni hálfleikinn 20-11. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson var þriðji markahæstur með fimm mörk og þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 13 skot í markinu þar af tvö víti.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Fleiri fréttir HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Sjá meira