Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 20:01 Mikkel Hansen súr og svekktur á meðal vísir/epa Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira
Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58