Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2020 19:28 Aron hefur sjaldan eða aldrei leikið betur í landsliðstreyjunni og gegn Dönum. vísir/epa Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði heims- og Ólympíumeistara Danmerkur að velli, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020 í dag. Aron skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í leiknum. „Mér líður frábærlega. Við vorum að vinna besta landslið í heimi. Ég er svolítið hátt uppi en líka þreyttur,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Ég var vel innstilltur í þetta. Við vorum gríðarlega vel undirbúnir. Mér fannst vörnin hjá þeim opin. Þetta gekk mjög vel.“ Aron segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið fyrsta flokks. „Þú getur rétt ímyndað þér. Gummi er búinn að hafa þrjár vikur til að undirbúa þetta. Við erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag. Við spiluðum vel í dag og þegar við náum því fram erum við illviðráðanlegir. Þetta var verðskuldaður sigur,“ sagði Aron. Þrátt fyrir sigurinn er hann með báða fætur á jörðinni. „Þetta eru bara tvö stig. Við höfum alveg unnið toppþjóð í fyrsta leik og skitið svo á okkur. Við getum enn ekki farið áfram og höfum lent í því áður. En við ætlum svo sannarlega ekki að láta það gerast aftur,“ sagði Aron. Hann segir að íslenska liðið hafi aldrei lagt árar í bát í dag, jafnvel þegar á móti blés. „Við töluðum mikið um það að við mættum ekki tapa leik á því að trúa ekki á verkefnið. Það væri glórulaust. Ég er hrikalega ánægður og stoltur,“ sagði Aron að endingu. Klippa: Viðtal við Aron EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði heims- og Ólympíumeistara Danmerkur að velli, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020 í dag. Aron skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í leiknum. „Mér líður frábærlega. Við vorum að vinna besta landslið í heimi. Ég er svolítið hátt uppi en líka þreyttur,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Ég var vel innstilltur í þetta. Við vorum gríðarlega vel undirbúnir. Mér fannst vörnin hjá þeim opin. Þetta gekk mjög vel.“ Aron segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið fyrsta flokks. „Þú getur rétt ímyndað þér. Gummi er búinn að hafa þrjár vikur til að undirbúa þetta. Við erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag. Við spiluðum vel í dag og þegar við náum því fram erum við illviðráðanlegir. Þetta var verðskuldaður sigur,“ sagði Aron. Þrátt fyrir sigurinn er hann með báða fætur á jörðinni. „Þetta eru bara tvö stig. Við höfum alveg unnið toppþjóð í fyrsta leik og skitið svo á okkur. Við getum enn ekki farið áfram og höfum lent í því áður. En við ætlum svo sannarlega ekki að láta það gerast aftur,“ sagði Aron. Hann segir að íslenska liðið hafi aldrei lagt árar í bát í dag, jafnvel þegar á móti blés. „Við töluðum mikið um það að við mættum ekki tapa leik á því að trúa ekki á verkefnið. Það væri glórulaust. Ég er hrikalega ánægður og stoltur,“ sagði Aron að endingu. Klippa: Viðtal við Aron
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58