Partýið sem deilt er um hvort halda eigi og hverjir fái boðskort Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 22:00 Hér má sjá nokkra af þeim rithöfundum sem fá úthlutað listamannalaunum í ár; Hallgrímur Helgason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Auður Jónsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Sjón og Andri Snær Magnason. Vísir 325 listamenn hlutu náð fyrir augum úthlutunarnefndar þegar tilkynnt var um listamannalaun fyrir árið 2020 í gær. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum um listamannalaun og skapast árlega umræða um þau. Hvort þau eigi að veita og þá hverjum. Athugasemdakerfi fjölmiðlanna loga þar sem fólk spyr reglulega af hverju „þetta fólk“ fái sér ekki vinnu? Meira að segja hefur verið álitamál hvort umsóknum hafi verið skilað eða ekki. Einar Kárason rithöfundur er kominn aftur á listamannalaun eftir að umsókn, sem hann taldi sig hafa sent, barst ekki nefndinni til skoðunar. Ekki öllum boðið í partýið Eiríkur Örn Norðdahl fær líkt og aðrir 407 þúsund króna verktakagreiðslu á mánuði í listamannalaun. Í tilviki Eiríks Arnar eru þau greidd í tólf mánuði til að sinna skrifum á árinu sem framundan er. Hann þakkar sínum sæla í færslu á Facebook um leið og hann staldrar við. Eiríkur Örn fagnar listamannalaunum en veltir fyrir sér hvernig þeim sé úthlutað.GettyGezett/ullstein „Maður er rétt byrjaður að skála fyrir eigin velgengni þegar manni verður litið út um gluggann og áttar sig á því að þeir sem maður hélt að væru boðnir í þetta partí eru ekki allir boðnir – það er víst ekki pláss, segir húsvörðurinn, bara gefið leyfi fyrir ákveðnum fjölda.“ Eiríkur nefnir ljóðskáldið Ástu Fanney Sigurðardóttur og rithöfundinn Braga Pál Sigurðsson sem dæmi um fólk sem átti tvær af allra bestu og sérstæðustu bókum síðasta árs án þess að vera á meðal þeirra listamanna sem fá nokkur listamannalaun. Fáir af erlendu bergi brotnir „Rithöfundar af erlendum uppruna fá 1% úr sjóðinum – og maður spyr sig hvar í ósköpunum séu nöfn Elíasar Knörr og Angelu Rawlings? Í svipinn sýnist mér líka að suðvesturhornið taki svona á bilinu 95-98% af kökunni. Ég er að lesa stórskemmtilega – og sérstæða – barnabók eftir Tóta Leifs sem er hvergi að sjá heldur.“ Bragi Páll sendi frá sér skáldsöguna Austur þar sem ungur maður í tilvistarkreppu fellur fyrir miklu eldri konu. En tengsl þeirra reynast meiri en þau grunaði.Vísir/Vilhelm Svo sýnist Eiríki að höfundar séu alltaf settir niður þegar þeir fara að eldast aðeins – en staðan sé samt sú að þeir rithöfundar sem gætu hugsanlega dregið fram lífið án þessa styrks eru teljandi á fingrum fárra handa – og hefur ekkert að gera með menningarlegt mikilvægi. Honum finnst það undarleg tilfinning að verða alltaf létt einu sinni á ári, þegar bréfið berst. Hann hafi ekki heldur misst vinnuna í ár. „Vitandi að sumir misstu vinnuna og aðrir fengu launalækkun upp á 25-75%. Það þarf að gera skurk í því að fjölga veittum styrkjum – rétt einsog þjóðinni fjölgar og höfundum fjölgar. Það heltast snillingar úr þessari lest á hverjum einasta degi – sérstaklega í sérstæðari bókmenntum, sérstaklega meðal þeirra sem vilja ekki bara fylgja ríkjandi fagurfræði heldur breyta henni.“ Sumir fagna en aðrir fordæma Bræðurnir Bubbi Morthens og Tolli Morthens hafa marga fjöruna sopið og eru meðal þeirra sem eru fullvissir um gildi listamannalauna. „Við búum í landi þar sem listamenn eru andlegt fjöregg þjóðar, en ráðamenn telja án gríns að bíla styrkur Ásmundar sé listamannalaun,“ segir Bubbi. Bubbi Morthens er stuðningsmaður listamannalauna.Vísir/Vilhelm Tolli bróðir hans talar á svipuðum nótum. „Fátt veit ég hafin yfir nokkurn vafa um að verið sé að ráðstafa peningum okkar til góðs en þetta að greiða listafólki fyrir vinnu sína og segi til hamingju öll sem hlutuð laun og takk fyrir vinnu ykkar. ást og friður.“ Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona er sammála og rifjar upp stuðning sem nýjasta stórstjarna Íslands í kvikmyndaiðnaðinum hlaut á sínum tíma. Ísold Uggadóttir leikstýrði meðal annars Andið eðlilega og sópaði til sín verðlaunum.Getty/Astrid Stawiarz „Starfslaun listamanna skipta gríðarmiklu mál og samgleðst ég því fólki sem gefst hér kostur á að stunda list sína í friði þetta árið. Til að setja hluti á samhengi má t.d. nefna að Hildur Guðnadóttir hlaut úthlutun úr tónskáldasjóði árin 2012 og 2016. Til hamingju við öll, sem fáum að njóta afrakstursins innan tíðar. Þetta fólk gerir gott stöff, eins og dæmin sanna.“ Guðmundur Franklín Jónsson, sem boðið hefur fram krafta sína til forseta Íslands og íhugar slíkt hið sama þessa dagana, er einn þeirra sem er aftur á móti verulega andsnúinn listamannalaunum. „Til hamingju skattgreiðendur. Enn eitt árið í viðbót af ríkislist með listamönnum völdum af geðþótta og politík lítillar klíku.“ Heldur áfram að vinna Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður er meðal þeirra sem ekki fengu styrk í ár. „Eftir mikla leit í tölvupósthólfi mínu, þá fann ég loks í ruslhólfinu, orðsendingu frá listamannalaunanefnd þess efnis að ekki hafi verið hægt að verða við umsókn minni að svo stöddu. Með fullri virðingu fyrir þeim sem fá slík laun, þá vil ég taka fram að ég hef aldrei fengið listamannalaun. Í ljósi þessa, þá heldur maður eins og ég bara áfram að vinna,“ segir Sigurður sem margir þekkja úr hljómsveitunum Hjálmar og Góss. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur færir ýmiss rök fyrir listamannalaunum.Forlagið Annað árið í röð fær Arndís Þórarinsdóttir barnabókahöfundur ekki listamannalaun. Hún dvelur ekki við þá staðreynd í pistli á Facebook-síðu sinni heldur færir rök fyrir tilvist þeirra. Rökin eru í sjö liðum og má sjá hér að neðan. 1) Fullt af fólki velur sér mikilvæg störf sem myndi ganga illa að lifa af á „opnum markaði.“ Hugsum okkur talmeinafræðinga, þroskaþjálfa eða sjúkraþjálfara. Þessir hópar vinna mikilvæg störf sem við höfum ákveðið, sem þjóð, að skipti máli að almenningur hafi aðgang að. Notendur þjónustunnar greiða (stundum) part af henni, hið opinbera greiðir part af henni og þar með geta talmeinafræðingarnir, þroskaþjálfarnir og sjúkraþjálfararnir starfað og fólk notið þjónustunnar. Það væri í sjálfu sér hægt að ímynda sér heim þar sem við segjum að ef þessar starfsstéttir geti ekki lifað af án stuðnings hins opinbera ætti fólkið að finna sér annað að gera. En það væri ekki góður heimur. Þá myndi í fyrsta lagi fækka mjög í þessum starfsstéttum og í öðru lagi yrði þjónusta þeirra margfalt dýrari og þeir sem ekki gætu keypt hana á því verði þyrftu að vera án hennar. Listamannalaun eru ekki frábrugðin þessu. Við sem þjóð höfum ákveðið að listir séu partur af siðmenningunni og þess vegna þurfi að styðja við þær. Við viljum ekki heim þar sem bara þeir sem njóta fjárhagslegs sjálfstæðis geta skapað bókmenntir og bara þeir sem geti leyft sér mikinn munað geta keypt þær. 2) Sumir tala um að tekjutengja þurfi listamannalaun. Mér finnst það dálítið kjánalegt - að ákveða að listamannalaun séu fátækrastyrkur og að enginn listamaður megi fara yfir meðallaun, því ef hann slysist til velgengni verði augljóslega að koma skerðingar á móti. EN - ég á líka erfitt að vera eitthvað æst á móti tekjutengingu, því ég geri mér grein fyrir því að tekjutenging myndi skipta fæsta máli. Fæstir sjálfstætt starfandi listamenn ná upp í lágmarkslaun. Það má eiginlega telja á fingrum sér þá sem ná upp í meðallaun - það er algjört ævintýri að ná því. Svo ég veit ekki alveg hvaða markmiði tekjutenging ætti að ná. 3) Nei, í alvöru, þið skiljið ekki hvað tekjurnar eru lágar. Ímyndum okkur algjöra metsölubók – toppinn á metsölulistum. Tíu þúsund eintök. Ef ég myndi selja tíu þúsund eintök af barnabók (ég er ekki með tölur á hreinu en ég held að það seljist ekki oft tíu þúsund eintök af barnabók – oftast eru færri eintök á bakvið mest seldu bók ársins) þá fengi ég sex milljónir fyrir. Í verktakagreiðslu. Það þýðir 500.000 á mánuði. Aftur – í verktakagreiðslu. Listamenn borga skatta eins og allir hinir, en þarna á líka eftir að borga öll launatengd gjöld. Það er ekkert inni í þessu. Enginn veikindaréttur, engin desemberuppbót, ekkert mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð – ekkert. Þetta er eins og að vera með um það bil 350 þúsund í venjuleg laun – fyrir skatt (í alvöru – þegar ég var launþegi trúði ég því aldrei alveg að munurinn á verktakagreiðslum og launagreiðslum væri svona mikill. Hinum megin við borðið get ég fullyrt að hann er það). Þetta eru tölurnar hjá rithöfundi sem nýtur svo mikillar velgengni að hann er ekki til. Flestar bækur seljast í miklu, miklu færri eintökum. 2000 eintök þykir bara ansi gott – það er partur af því að skrifa fyrir agnarsmátt málsvæði. Ég hugsa að mörgum þætti að þessi 10 þúsund eintaka höfundur ætti alls ekkert að sækja um listamannalaun, því hann njóti nú svo mikillar velgengni. Ég veit samt ekki um neinn sem finnst að 350 þúsund séu frábær laun. En þetta eru tölurnar. Listamannalaunin eru svo 407 þúsund í verktakagreiðslu, sem jafngildir svona 280 þúsund í launagreiðslu. 4) Stundum er talað um að eldri höfundar sem hafi „komið ferlinum af stað“ eigi að víkja af listanum fyrir yngri höfundum sem eru að byrja. Hvernig? Af hverju? Ef við ímyndum okkur fagurbókahöfund sem hefur gefið út vandað skáldverk annað hvert ár, sem selst í 1500-3000 eintökum, og fær starfslaun að jafnaði sex mánuði ársins, þá er viðkomandi höfundur SAMT lágtekjumanneskja. Viðkomandi hefur ekki náð að safna einhverjum sjóðum sem hægt er að lifa af frá fimmtugu og upp frá því. Það eru allir í sama helvítis harkinu. 5) Við tölum tungumál sem er í útrýmingarhættu. Þetta er óumdeilt, það eru fáir sem tala íslensku og erlend áhrif eru mikil. Ef íslenskan deyr út, sem hún er auðvitað daglega nálægt því að gera, glatast heill heimur. Við missum beina tengingu við hugarheim þeirra kynslóða sem hafa byggt þessa eyju. Börnin okkar geta ekki skilið bréf forfeðra sinna. Strengurinn rofnar. Það er einhvers virði að styðja sköpun á íslensku. 6) Fólk sem starfar við listir valdi vissulega að starfa við listir. Það hefur ástríðu fyrir listum og finnst að þær séu mikilvægar. Þetta fólk valdi að vinna ekki í banka, á hjúkrunarheimili eða við fiskvinnslu. Það er alveg rétt. En það þýðir samt ekki að listirnar séu ekki mikilvægar, eða að listamennirnir eigi að skammast sín fyrir að vilja geta framfleytt sér og börnunum sínum. Þroskaþjálfinn valdi líka sitt fag frekar en að vinna í banka. Hann á ekki að skammast sín fyrir að hið opinbera borgi launin hans. 7) Rannís borgar út alls konar styrki árið um kring. Styrki til verkefna, styrki til rannsókna, styrki til náms, styrki til íþróttastarfs – alls konar. Af því rétt eins og hið opinbera hefur ákveðið að talmeinafræðingar vinni mikilvæg störf hefur hið opinbera ákveðið að rannsóknir, íþróttastarf, barnamenning og allt hitt skipti máli. Listamannalaunin eru það eina sem veldur þessari umræðu. Og það er ömurlegt að tilheyra starfsstétt þar sem BESTA mögulega niðurstaða janúarmánaðar sé sú að vera smánaður og kallaður afæta í kommentakerfunum, fyrir það að hafa fengið lágan styrk gegn vinnuframlagi sem flestir eru sammála um að sé mikilvægt. Ástæðan fyrir því að þessu er slegið upp í fjölmiðlum er sú að listamenn hafa náð til þjóðarinnar. Listamennirnir eru þekktir af því verk þeirra lifa með þjóðinni. Og það er þeim refsað fyrir á hverju einasta ári. 1543 umsóknir í sjóðinn Til úthlutunar voru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. Bryndís Loftsdóttir er formaður stjórnar listamannalauna. Starfslaun listamanna eru 407.413 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020 með vísan í lög um launin. Um verktakagreiðslur er að ræða að því er segir í tilkynningu frá stjórn listamannalauna. Þau eru hugsuð fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld en tilgangurinn er að efla listsköpun í landinu. Starfslaun listamanna eru veitt úr sjóðum hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda en starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. „Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur,“ segir í skilyrðum sem tíunduð eru á síðu Rannís. Bókmenntir Leikhús Listamannalaun Tónlist Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39 Jón Kalman og Sigríður Hagalín fá listamannalaun Rithöfundarnir og parið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru á meðal þeirra 325 sem var úthlutað listamannalaunum í gær fyrir árið 2020. 10. janúar 2020 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
325 listamenn hlutu náð fyrir augum úthlutunarnefndar þegar tilkynnt var um listamannalaun fyrir árið 2020 í gær. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum um listamannalaun og skapast árlega umræða um þau. Hvort þau eigi að veita og þá hverjum. Athugasemdakerfi fjölmiðlanna loga þar sem fólk spyr reglulega af hverju „þetta fólk“ fái sér ekki vinnu? Meira að segja hefur verið álitamál hvort umsóknum hafi verið skilað eða ekki. Einar Kárason rithöfundur er kominn aftur á listamannalaun eftir að umsókn, sem hann taldi sig hafa sent, barst ekki nefndinni til skoðunar. Ekki öllum boðið í partýið Eiríkur Örn Norðdahl fær líkt og aðrir 407 þúsund króna verktakagreiðslu á mánuði í listamannalaun. Í tilviki Eiríks Arnar eru þau greidd í tólf mánuði til að sinna skrifum á árinu sem framundan er. Hann þakkar sínum sæla í færslu á Facebook um leið og hann staldrar við. Eiríkur Örn fagnar listamannalaunum en veltir fyrir sér hvernig þeim sé úthlutað.GettyGezett/ullstein „Maður er rétt byrjaður að skála fyrir eigin velgengni þegar manni verður litið út um gluggann og áttar sig á því að þeir sem maður hélt að væru boðnir í þetta partí eru ekki allir boðnir – það er víst ekki pláss, segir húsvörðurinn, bara gefið leyfi fyrir ákveðnum fjölda.“ Eiríkur nefnir ljóðskáldið Ástu Fanney Sigurðardóttur og rithöfundinn Braga Pál Sigurðsson sem dæmi um fólk sem átti tvær af allra bestu og sérstæðustu bókum síðasta árs án þess að vera á meðal þeirra listamanna sem fá nokkur listamannalaun. Fáir af erlendu bergi brotnir „Rithöfundar af erlendum uppruna fá 1% úr sjóðinum – og maður spyr sig hvar í ósköpunum séu nöfn Elíasar Knörr og Angelu Rawlings? Í svipinn sýnist mér líka að suðvesturhornið taki svona á bilinu 95-98% af kökunni. Ég er að lesa stórskemmtilega – og sérstæða – barnabók eftir Tóta Leifs sem er hvergi að sjá heldur.“ Bragi Páll sendi frá sér skáldsöguna Austur þar sem ungur maður í tilvistarkreppu fellur fyrir miklu eldri konu. En tengsl þeirra reynast meiri en þau grunaði.Vísir/Vilhelm Svo sýnist Eiríki að höfundar séu alltaf settir niður þegar þeir fara að eldast aðeins – en staðan sé samt sú að þeir rithöfundar sem gætu hugsanlega dregið fram lífið án þessa styrks eru teljandi á fingrum fárra handa – og hefur ekkert að gera með menningarlegt mikilvægi. Honum finnst það undarleg tilfinning að verða alltaf létt einu sinni á ári, þegar bréfið berst. Hann hafi ekki heldur misst vinnuna í ár. „Vitandi að sumir misstu vinnuna og aðrir fengu launalækkun upp á 25-75%. Það þarf að gera skurk í því að fjölga veittum styrkjum – rétt einsog þjóðinni fjölgar og höfundum fjölgar. Það heltast snillingar úr þessari lest á hverjum einasta degi – sérstaklega í sérstæðari bókmenntum, sérstaklega meðal þeirra sem vilja ekki bara fylgja ríkjandi fagurfræði heldur breyta henni.“ Sumir fagna en aðrir fordæma Bræðurnir Bubbi Morthens og Tolli Morthens hafa marga fjöruna sopið og eru meðal þeirra sem eru fullvissir um gildi listamannalauna. „Við búum í landi þar sem listamenn eru andlegt fjöregg þjóðar, en ráðamenn telja án gríns að bíla styrkur Ásmundar sé listamannalaun,“ segir Bubbi. Bubbi Morthens er stuðningsmaður listamannalauna.Vísir/Vilhelm Tolli bróðir hans talar á svipuðum nótum. „Fátt veit ég hafin yfir nokkurn vafa um að verið sé að ráðstafa peningum okkar til góðs en þetta að greiða listafólki fyrir vinnu sína og segi til hamingju öll sem hlutuð laun og takk fyrir vinnu ykkar. ást og friður.“ Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona er sammála og rifjar upp stuðning sem nýjasta stórstjarna Íslands í kvikmyndaiðnaðinum hlaut á sínum tíma. Ísold Uggadóttir leikstýrði meðal annars Andið eðlilega og sópaði til sín verðlaunum.Getty/Astrid Stawiarz „Starfslaun listamanna skipta gríðarmiklu mál og samgleðst ég því fólki sem gefst hér kostur á að stunda list sína í friði þetta árið. Til að setja hluti á samhengi má t.d. nefna að Hildur Guðnadóttir hlaut úthlutun úr tónskáldasjóði árin 2012 og 2016. Til hamingju við öll, sem fáum að njóta afrakstursins innan tíðar. Þetta fólk gerir gott stöff, eins og dæmin sanna.“ Guðmundur Franklín Jónsson, sem boðið hefur fram krafta sína til forseta Íslands og íhugar slíkt hið sama þessa dagana, er einn þeirra sem er aftur á móti verulega andsnúinn listamannalaunum. „Til hamingju skattgreiðendur. Enn eitt árið í viðbót af ríkislist með listamönnum völdum af geðþótta og politík lítillar klíku.“ Heldur áfram að vinna Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður er meðal þeirra sem ekki fengu styrk í ár. „Eftir mikla leit í tölvupósthólfi mínu, þá fann ég loks í ruslhólfinu, orðsendingu frá listamannalaunanefnd þess efnis að ekki hafi verið hægt að verða við umsókn minni að svo stöddu. Með fullri virðingu fyrir þeim sem fá slík laun, þá vil ég taka fram að ég hef aldrei fengið listamannalaun. Í ljósi þessa, þá heldur maður eins og ég bara áfram að vinna,“ segir Sigurður sem margir þekkja úr hljómsveitunum Hjálmar og Góss. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur færir ýmiss rök fyrir listamannalaunum.Forlagið Annað árið í röð fær Arndís Þórarinsdóttir barnabókahöfundur ekki listamannalaun. Hún dvelur ekki við þá staðreynd í pistli á Facebook-síðu sinni heldur færir rök fyrir tilvist þeirra. Rökin eru í sjö liðum og má sjá hér að neðan. 1) Fullt af fólki velur sér mikilvæg störf sem myndi ganga illa að lifa af á „opnum markaði.“ Hugsum okkur talmeinafræðinga, þroskaþjálfa eða sjúkraþjálfara. Þessir hópar vinna mikilvæg störf sem við höfum ákveðið, sem þjóð, að skipti máli að almenningur hafi aðgang að. Notendur þjónustunnar greiða (stundum) part af henni, hið opinbera greiðir part af henni og þar með geta talmeinafræðingarnir, þroskaþjálfarnir og sjúkraþjálfararnir starfað og fólk notið þjónustunnar. Það væri í sjálfu sér hægt að ímynda sér heim þar sem við segjum að ef þessar starfsstéttir geti ekki lifað af án stuðnings hins opinbera ætti fólkið að finna sér annað að gera. En það væri ekki góður heimur. Þá myndi í fyrsta lagi fækka mjög í þessum starfsstéttum og í öðru lagi yrði þjónusta þeirra margfalt dýrari og þeir sem ekki gætu keypt hana á því verði þyrftu að vera án hennar. Listamannalaun eru ekki frábrugðin þessu. Við sem þjóð höfum ákveðið að listir séu partur af siðmenningunni og þess vegna þurfi að styðja við þær. Við viljum ekki heim þar sem bara þeir sem njóta fjárhagslegs sjálfstæðis geta skapað bókmenntir og bara þeir sem geti leyft sér mikinn munað geta keypt þær. 2) Sumir tala um að tekjutengja þurfi listamannalaun. Mér finnst það dálítið kjánalegt - að ákveða að listamannalaun séu fátækrastyrkur og að enginn listamaður megi fara yfir meðallaun, því ef hann slysist til velgengni verði augljóslega að koma skerðingar á móti. EN - ég á líka erfitt að vera eitthvað æst á móti tekjutengingu, því ég geri mér grein fyrir því að tekjutenging myndi skipta fæsta máli. Fæstir sjálfstætt starfandi listamenn ná upp í lágmarkslaun. Það má eiginlega telja á fingrum sér þá sem ná upp í meðallaun - það er algjört ævintýri að ná því. Svo ég veit ekki alveg hvaða markmiði tekjutenging ætti að ná. 3) Nei, í alvöru, þið skiljið ekki hvað tekjurnar eru lágar. Ímyndum okkur algjöra metsölubók – toppinn á metsölulistum. Tíu þúsund eintök. Ef ég myndi selja tíu þúsund eintök af barnabók (ég er ekki með tölur á hreinu en ég held að það seljist ekki oft tíu þúsund eintök af barnabók – oftast eru færri eintök á bakvið mest seldu bók ársins) þá fengi ég sex milljónir fyrir. Í verktakagreiðslu. Það þýðir 500.000 á mánuði. Aftur – í verktakagreiðslu. Listamenn borga skatta eins og allir hinir, en þarna á líka eftir að borga öll launatengd gjöld. Það er ekkert inni í þessu. Enginn veikindaréttur, engin desemberuppbót, ekkert mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð – ekkert. Þetta er eins og að vera með um það bil 350 þúsund í venjuleg laun – fyrir skatt (í alvöru – þegar ég var launþegi trúði ég því aldrei alveg að munurinn á verktakagreiðslum og launagreiðslum væri svona mikill. Hinum megin við borðið get ég fullyrt að hann er það). Þetta eru tölurnar hjá rithöfundi sem nýtur svo mikillar velgengni að hann er ekki til. Flestar bækur seljast í miklu, miklu færri eintökum. 2000 eintök þykir bara ansi gott – það er partur af því að skrifa fyrir agnarsmátt málsvæði. Ég hugsa að mörgum þætti að þessi 10 þúsund eintaka höfundur ætti alls ekkert að sækja um listamannalaun, því hann njóti nú svo mikillar velgengni. Ég veit samt ekki um neinn sem finnst að 350 þúsund séu frábær laun. En þetta eru tölurnar. Listamannalaunin eru svo 407 þúsund í verktakagreiðslu, sem jafngildir svona 280 þúsund í launagreiðslu. 4) Stundum er talað um að eldri höfundar sem hafi „komið ferlinum af stað“ eigi að víkja af listanum fyrir yngri höfundum sem eru að byrja. Hvernig? Af hverju? Ef við ímyndum okkur fagurbókahöfund sem hefur gefið út vandað skáldverk annað hvert ár, sem selst í 1500-3000 eintökum, og fær starfslaun að jafnaði sex mánuði ársins, þá er viðkomandi höfundur SAMT lágtekjumanneskja. Viðkomandi hefur ekki náð að safna einhverjum sjóðum sem hægt er að lifa af frá fimmtugu og upp frá því. Það eru allir í sama helvítis harkinu. 5) Við tölum tungumál sem er í útrýmingarhættu. Þetta er óumdeilt, það eru fáir sem tala íslensku og erlend áhrif eru mikil. Ef íslenskan deyr út, sem hún er auðvitað daglega nálægt því að gera, glatast heill heimur. Við missum beina tengingu við hugarheim þeirra kynslóða sem hafa byggt þessa eyju. Börnin okkar geta ekki skilið bréf forfeðra sinna. Strengurinn rofnar. Það er einhvers virði að styðja sköpun á íslensku. 6) Fólk sem starfar við listir valdi vissulega að starfa við listir. Það hefur ástríðu fyrir listum og finnst að þær séu mikilvægar. Þetta fólk valdi að vinna ekki í banka, á hjúkrunarheimili eða við fiskvinnslu. Það er alveg rétt. En það þýðir samt ekki að listirnar séu ekki mikilvægar, eða að listamennirnir eigi að skammast sín fyrir að vilja geta framfleytt sér og börnunum sínum. Þroskaþjálfinn valdi líka sitt fag frekar en að vinna í banka. Hann á ekki að skammast sín fyrir að hið opinbera borgi launin hans. 7) Rannís borgar út alls konar styrki árið um kring. Styrki til verkefna, styrki til rannsókna, styrki til náms, styrki til íþróttastarfs – alls konar. Af því rétt eins og hið opinbera hefur ákveðið að talmeinafræðingar vinni mikilvæg störf hefur hið opinbera ákveðið að rannsóknir, íþróttastarf, barnamenning og allt hitt skipti máli. Listamannalaunin eru það eina sem veldur þessari umræðu. Og það er ömurlegt að tilheyra starfsstétt þar sem BESTA mögulega niðurstaða janúarmánaðar sé sú að vera smánaður og kallaður afæta í kommentakerfunum, fyrir það að hafa fengið lágan styrk gegn vinnuframlagi sem flestir eru sammála um að sé mikilvægt. Ástæðan fyrir því að þessu er slegið upp í fjölmiðlum er sú að listamenn hafa náð til þjóðarinnar. Listamennirnir eru þekktir af því verk þeirra lifa með þjóðinni. Og það er þeim refsað fyrir á hverju einasta ári. 1543 umsóknir í sjóðinn Til úthlutunar voru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. Bryndís Loftsdóttir er formaður stjórnar listamannalauna. Starfslaun listamanna eru 407.413 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020 með vísan í lög um launin. Um verktakagreiðslur er að ræða að því er segir í tilkynningu frá stjórn listamannalauna. Þau eru hugsuð fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld en tilgangurinn er að efla listsköpun í landinu. Starfslaun listamanna eru veitt úr sjóðum hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda en starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. „Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur,“ segir í skilyrðum sem tíunduð eru á síðu Rannís.
Bókmenntir Leikhús Listamannalaun Tónlist Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39 Jón Kalman og Sigríður Hagalín fá listamannalaun Rithöfundarnir og parið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru á meðal þeirra 325 sem var úthlutað listamannalaunum í gær fyrir árið 2020. 10. janúar 2020 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39
Jón Kalman og Sigríður Hagalín fá listamannalaun Rithöfundarnir og parið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru á meðal þeirra 325 sem var úthlutað listamannalaunum í gær fyrir árið 2020. 10. janúar 2020 07:00